(Framenda)forritari

Flugakademía Keilis 26. Apr 2018 Fullt starf

Um starfið

Starfið felst í þróun og viðhalds á notendaviðmóti og hugbúnaðarlausn fyrir flugskóla og flugrekendur.

Um er að ræða hlutastarf eða fullt starf og æskilegt er að viðkomandi geti hafið störf sem fyrst.

Starfssvið

 • Hönnun á appi, skrifað í Angular 3, Javascript, Ionic (multi-platform iOS, Android)

 • Þróunarvinna og viðhald á bakenda eftir þörfum

 • Hönnun útlits framenda og virkni í samvinnu við UX designer og samstarfsaðila

Hæfniskröfur

Réttur aðili hefur reynslu í eða áhuga á að tileinka sér:

 • C#

 • Angular 2+ og Javascript

Einnig:

 • Þekking og reynsla af gagnvirknis- og viðmiðmótshönnun

 • Þekking á vefstöðlum

 • Þekking og reynsla af almennt viðurkenndum venjum í hugbúnaðarþróun

 • Þekking og reynsla af vafraforritunarmálum, þ.m.t. umbreytt mál (e. transpiled)

 • Þekking og reynsla af gagnaframsetningu er æskileg

 • Háskólapróf í tölvunarfræði, grafískri hönnun eða sambærileg menntun sem nýtist í starfi er kostur

 • Góðir samstarfs- og samskiptahæfileikar

Flugakademía Keilis

Flugakademía Keilis býður upp á fjölbreytt flugtengt nám í framsæknum skóla sem undirbýr nemendur fyrir störf í alþjóðlegu umhverfi. Lögð er áhersla á nútímalega kennsluhætti og eru kennsluvélar og flughermar skólans þær nýjustu og tæknivæddustu á landinu. Staðsetning skólans við alþjóðaflugvöllinn í Keflavík felur í sér einstaka aðstöðu til kennslu flugtengdra greina.


Sækja um starf
Upplýsingar fyrir umsækjendur

Umsóknarfrestur er til og með 30. apríl 2018 og skulu umsóknir berast til: snorri@keilir.net Öllum umsóknum verður svarað og umsækjendum tilkynnt um ráðstöfun starfsins þegar ákvörðun hefur verið tekin.

Nánari upplýsingar um starfið veitir Snorri P Snorrason í síma 898 2137 eða snorri@keilir.net