Framendaforritari

RÚV ohf 15. Feb 2021 Fullt starf

RÚV leitar að framendaforritara í 100% starf.
Hugbúnaðarteymi RÚV er framsækið teymi og fær mikið frelsi til nýsköpunar og svigrúm til að prófa sig áfram með nýja tækni. RÚV er lifandi vinnustaður þar sem atburðir liðandi stundar geta mótað verkefni morgundagsins. Hugbúnaðarteymi RÚV sér um forritun og utanumhald á öllum öppum og vefum RÚV ásamt fjölmörgum kerfum tengdum efni RÚV og kjarnarekstri.

HELSTU VERKEFNI:
• Forritun á vefum og innanhúsþjónustum RÚV
• Javascript/typescipt
• Css og React
• GraphQL
• CI/CD ferli. Gitlab, Docker, Kubernetes

EIGINLEIKAR SEM VIÐ LEITUM VIÐ AÐ
• Geta til að þrífast í síbreytilegu og krefjandi starfsumhverfi.
• Nýjungagirni og sveigjanleiki til þess að prófa nýja tækni.
• Metnaður til að læra og þróast í starfi
• Góð samstarfshæfni og lipurð í samskiptum.
• Sjálfstæð vinnubrögð, frumkvæði og jákvæðni
• B.Sc í tölvunarfræðum, hugbúnaðarverkfræði, tengdu sviði eða sambærileg þjálfun og reynsla á vinnumarkaði.


Sækja um starf
Upplýsingar fyrir umsækjendur

Tekið er á móti umsóknum á www.ruv.is/storf