Forstöðumaður upplýsingatæknireksturs

Kvika banki 28. Jan 2023 Fullt starf

Kvika er öflugur fjártæknibanki sem stuðlar að umbreytingu og samkeppni á fjármálamarkaði með áherslu á upplifun viðskiptavina, nýsköpun og stafrænt vöruframboð. Vörumerki samstæðunnar eru meðal annars TM, Kvika eignastýring, Lykill, Auður, Netgíró og Aur.

Við leitum eftir jákvæðum, úrræðagóðum og öflugum leiðtoga til að starfa á rekstrar- og þróunarsviði Kviku. Forstöðumaður upplýsingatæknireksturs mun leiða teymi sem samanstendur af notendaþjónustu og kerfisrekstri ásamt því að vera hluti af stjórnendateymi bankans.

Starfsumhverfið einkennist af sveigjanleika, samvinnu og liðsheild, frumkvæði starfsfólks, jöfnum tækifærum, trausti og jákvæðni.

Helstu verkefni eru

  • Ábyrgð á kerfisrekstri og notendaþjónustu samstæðunnar
  • Samningar og samskipti við birgja
  • Kostnaðarhagræði
  • Verkefnastýring fyrir innviði

Hæfnis- og menntunarkröfur

  • Háskólamenntun í tölvunarfræði, verkfræði eða sambærileg menntun æskileg
  • Frumkvæði og sjálfstæð vinnubrögð
  • Reynsla af sambærilegum hlutverkum
  • Reynsla af stjórnun æskileg
  • Reynsla úr fjármálageiranum kostur
  • Þekking og reynsla af skýjaþjónustum eins og AWS eða Azure
  • Reynsla af DevOps og agile þróun

Nánari upplýsingar veitir Anna Rut Ágústsdóttir, anna.agustsdottir@kvika.is. Umsóknarfrestur er til og með 5. febrúar 2023.


Sækja um starf
Upplýsingar fyrir umsækjendur

Sótt er um starfið í gegnum umsóknarvef Kviku - https://kvika.umsokn.is/