Forstöðumaður upplýsingatækni
Háskólinn í Reykjavík leitar eftir metnaðarfullum stjórnanda til að leiða upplýsingatækni háskólans. Viðkomandi forstöðumaður mun hafa umsjón með rekstri tölvukerfa háskólans ásamt því að stýra umfangsmikilli notendaþjónustu gagnvart nemendum og starfsfólki á sviði upplýsingatækni. Forstöðumaður upplýsingatækni ber ábyrgð á stefnumótun, þróun og rekstri einingarinnar.
Ábyrgðarsvið:
- Ábyrgð fyrir daglegum rekstri upplýsingatæknikerfa háskólans.
- Mótun upplýsingatæknistefnu og framtíðarsýnar einingarinnar.
- Frumkvæði að nýjungum og endurbótum í upplýsingakerfum háskólans.
- Skipulagning, forgangsröðun og stjórnun verkefna einingarinnar.
- Ábyrgð á daglegum rekstri, skipulagi og starfsmannahaldi.
- Áætlanagerð og kostnaðareftirlit.
Hæfniskröfur:
- Menntun á sviði í tölvunarfræði, kerfisstjórnun eða skyldum greinum. Háskólapróf er kostur.
- Víðtæk reynsla af kerfisrekstri, stýringu og þróun stærri upplýsingatæknakerfa.
- Góðir samskiptahæfileikar
- Framsýni og skipulagshæfileikar
- Stjórnunarreynsla
- Góð enskukunnátta
Umsóknum skal skilað rafrænt til Háskólans í Reykjavík fyrir 30. apríl 2022.
Með öllum umsóknum skal fylgja góð ferilskrá og kynningarbréf þar sem umsækjanda gefst kostur á að rökstyða hæfni sína í starfið. Umsóknum skal skilað á vef Háskólans í Reykjavík. Einungis er tekið við umsóknum í gegnum umsóknarkerfið. Nánari upplýsingar veita Jón Haukur Arnarson, framkvæmdastjóri rekstrar, (jonar@ru.is) og Ester Gústavsdóttir, mannauðsstjóri (esterg@ru.is). Allar fyrirspurnir og umsóknir verða meðhöndlaðar sem trúnaðarmál.
Háskólinn í Reykjavík hefur haslað sér völl sem öflugur rannsóknaháskóli á alþjóðavísu. Háskólinn stenst samanburð við erlenda háskóla í fremstu röð og fræðafólk skólans hefur náð framúrskarandi árangri. Kennsla og rannsóknir við Háskólann í Reykjavík mótast af sterkum tengslum við atvinnulíf og samfélag. Lögð er áhersla á þverfaglegt samstarf, alþjóðlegt umhverfi, nýsköpun og góða þjónustu.
Sækja um starf