Forritun o.fl.

Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins 24. Mar 2023 Fullt starf

Um tímabundið starf er að ræða við forritun en jafnframt sumarafleysingar í upplýsingatæknideild Slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins. Um fullt starf er að ræða í sumar. Ráðning getur verið til allt að 6 mánaða og er í boði að vera í hlutastarfi eftir sumarið.

Við leitum að einstaklingi með góða þekkingu á tölvumálum, færni í mannlegum samskiptum og getu til að vinna með öðrum, ásamt því að geta unnið sjálfstætt og sýnt frumkvæði í starfi sínu.

Helstu verkefni og ábyrgð
– Forritun á einföldum vef.
– Aðstoð og afleysing við kerfisumsjón.
– Notendaþjónusta, þ.e. almenn tölvuaðstoð og uppsetning búnaðar fyrir starfsfólk.

Menntunar- og hæfniskröfur
– Nám eða reynsla sem nýtist í starfinu.
– Kunnátta á og reynsla af notkun C# og MVC.
– Þekking á VMware, netkerfum, Windows AD og Office 365 skýjaumhverfi er kostur.

Umsókn skal fylgja staðfesting á tilgreindri menntun.


Sækja um starf
Upplýsingar fyrir umsækjendur

Umsóknarfrestur er til 3. apríl 2023. Nánari upplýsingar veitir Ingveldur Þórðardóttir skrifstofustjóri í netfanginu ingveldurl@shs.is og síma 528 3000.