Forritari við þróun og viðhald á stafrænum lausnum

VÍS 13. Oct 2021 Fullt starf

Við vitum hvað stafrænar lausnir skipta miklu máli.

Við leitum að árangursdrifnum og lausnamiðuðum forritara til að taka þátt í stafrænni vegferð okkar. Við hjá VÍS ætlum að veita viðskiptavinum okkar bestu þjónustu sem völ er á, þar sem ánægja viðskiptavina skiptir okkur öllu máli.

Framundan eru spennandi verkefni við hönnun og þróun stafrænna lausna. Verkefnin eru fjölbreytt og unnin í náinni samvinnu við viðskiptavini, reynslumikla ráðgjafa og sérfræðinga úr öðrum einingum VÍS.

Framfarir í stafrænni tækni eru lykillinn að einfaldari og betri þjónustu og þar ætlum við að vera í fararbroddi.

Helstu verkefni og ábyrgð:

  • Þróun og viðhald stafrænna lausna

Menntunar- og hæfniskröfur:

  • Háskólamenntun í tölvunarfræði, verkfræði eða sambærileg menntun
  • Reynsla af forritun í .Net eða Java
  • Reynsla í Outsystems forritun mikill kostur
  • Hæfni til að vinna sjálfstætt sem og hluti af teymi
  • Hæfni til að hugsa í lausnum og umbótum
  • Reynsla og þekking á Agile og Scrum aðferðafræði
  • Skipulag og fagmennska í vinnubrögðum
  • Góð færni í ensku, bæði rituðu máli og töluðu

Það sem við höfum upp á að bjóða

  • Framúrskarandi vinnustað með einstaka vinnustaðamenningu
  • Fyrirmyndarfyrirtæki með áherslu á jafnrétti
  • Við bjóðum upp á nýsköpunarumhverfi og elskum hugrekki
  • Við leggjum ríka áherslu á sjálfbærni því við vitum að það er framtíðin
  • Tækifæri til þess að vaxa og dafna ─ í lífi og starfi

Umsóknarfrestur er til og með 17. október. Hvetjum alla sem uppfylla hæfniskröfur til að sækja um óháð kyni. Eingöngu er tekið við umsóknum í gegnum starfasíðuna okkar á vis.is.

Nánari upplýsingar veita Gyða Einarsdóttir hópstjóri veflausna gydae@vis.is og Ingólfur Þorsteinsson forstöðumaður stafrænna lausna ingolfur@vis.is .


Sækja um starf
Upplýsingar fyrir umsækjendur

Sótt er um starfið á 50skills