Forritari / Tæknimaður hjá hátæknifyrirtæki

Tæknivit ehf 28. Jul 2022 Fullt starf

Fyrirtækið er framsækið hátæknifyrirtæki með fjölbreytt verkefni tengd sjálfvirkri skráningu, afgreiðslu, greiðslumálum, smíði, uppsetningu og þjónustu sérhæfðra lausna.
Við rekum eigin heimildagrunn í skýinu og framleiðum afgreiðslubúnað sem er þróaður og framleiddur af okkur.

Starfið er fjölbreytt, felst í þróun afgreiðslutækja, tækjaforritun, forritun bak-kerfis, vinnu með gagnagrunna, net, greiðsluposa, bilanagreiningu og stuðningi við notendur auk annarra tilfallandi starfa. Þekking á rafeindaþróun og rafmagnsteikningum er góður kostur.

Hæfniskröfur eru að umsækjendur hafi menntun á sviði tölvunarfræði, verk-og/eða tæknifræði eða á sviði rafeindavirkjunar. Áhersla er lögð á fagleg og sjálfstæð vinnubrögð, samskiptahæfni og brennandi áhuga á tæknimálum.


Sækja um starf
Upplýsingar fyrir umsækjendur

Umsækjendum er bent á að senda umsókn með upplýsingum um menntun og starfsferil til magnus@taeknivit.is