Forritari / hugbúnaðarsérfræðingur

Samgöngustofa 25. Aug 2023 Fullt starf

Samgöngustofa óskar eftir að ráða forritara til starfa. Í boði er góður félagsskapur, vel búið starfsumhverfi með góðum tækjabúnaði og spennandi verkefni. Sveigjanlegur vinnutími í boði. Meginstarf viðkomandi er forritun, greining og hönnun fyrir kerfi og vefþjónustur Samgöngustofu. Starfshlutfall er 100%

Menntunar- og hæfniskröfur

  • Háskólapróf sem nýtist í starfi, t.d. tölvunarfræði, eða önnur reynsla sem nýtist í starfi forritara
  • Góðir skipulagseiginleikar, sjálfstæði í vinnubrögðum og hæfni til að vinna í teymi
  • Jákvæðni, þjónutulund og góð hæfni í mannlegum samskiptum
  • Góð tækniþekking og geta til að setja sig inn í ný kerfi.
  • Þekking á .NET og Java.
  • Þekking á REST, API og SQL er kostur.
  • Þekking á Microsoft Power Platform er kostur.

Umsóknarfrestur er til og með 4. september 2023.

Nánari upplýsingar veitir Lárus Long, deildarstjóri upplýsingatæknideildar í síma 480 6000. Öllum umsóknum skal fylgja ítarleg starfsferilsskrá og kynningarbréf. Í ráðningarferlinu verður óskað eftir að umsækjendur skili sakavottorði. Hafi umsækjandi verið fundinn sekur um refsiverða háttsemi getur það orðið til þess að viðkomandi telst ekki hæfur til að gegna starfi hjá stofnuninni. Öllum umsóknum verður svarað þegar ákvörðun um ráðningu hefur verið tekin. Umsóknir gilda í a.m.k. sex mánuði ef staða losnar á ný. Starfskjör eru í samræmi við kjarasamning ríkisins og viðkomandi stéttarfélags. Samgöngustofa áskilur sér rétt til að hafna öllum umsóknum. Samgöngustofa hvetur fólk óháð kyni, þjóðernisuppruna og fötlun til að sækja um.

Hjá Samgöngustofu er lögð áhersla á jákvæðan og skemmtilegan starfsanda, frumkvæði og þátttöku. Samgöngustofa fer með stjórnsýslu samgöngumála og annast eftirlit og leyfisveitingar á sviði flugmála, siglinga, umferðar og öryggiseftirlit með samgöngumannvirkjum og leiðsögu. Á hverjum degi leggjum við áherslu á að stuðla að öruggari samgöngum og sinna viðskiptavinum af kostgæfni. Árangri er náð með öflugum hópi starfsmanna með fjölbreyttan bakgrunn og þekkingu. Frekari upplýsingar um Samgöngustofu er að finna á vef stofnunarinnar www.samgongustofa.is


Sækja um starf
Upplýsingar fyrir umsækjendur

Sótt er um á heimasíðu Samgöngustofu https://www.samgongustofa.is/um/mannaudur/laus-storf-hja-samgongustofu/forritari-hugbunarserfraedingur