Forritari/Hugbúnaðarsérfræðingur

Við hjá Spektra erum að leita að starfsmanni til að vinna með okkur í Microsoft 365 og SharePoint umhverfi viðskiptavina okkar. Okkar sérfræðingar vinna með mörgum af stærstu fyrirtækjum landsins. Meðal okkar lausna eru verkefnavefir, málakerfi, gæðakerfi, flutningur á gögnum, ytri gáttir, vefþjónustur, form og ferlar.
Við leitum því að öflugum og áhugasömum einstaklingi til þess að koma inn í teymið okkar og taka þátt í þróun og uppsetningu á okkar lausnum.
Helstu verkefni og færni
– Forritun í .NET, PowerShell og JavaScript
– Forritun á vefþjónustum, ásmt tengingum við ýmis kerfi
– Fram og bakendaforritun, form og ferlar
– Þróun og uppsetning á lausnum
Almennar kröfur
– Þekking og reynsla á Microsoft 365 og Azure
– Háskólamenntun sem nýtist í starfi
– Góð samskipta- og greiningarfærni
– Sjálfstæð vinnubrögð og skipulagsfærni
– Metnaður í að vaxa í starfi og tileinka sér nýja hluti
– Hreint sakavottorð
Sækja um starf
Umsóknir og spurningar má senda á thor@spektra.is