Forritari á svið fjárfestingabanka

Íslandsbanki 7. May 2019 Fullt starf

Hugbúnaðardeild Íslandsbanka leitar að jákvæðum og öflum sérfræðingi í forritun á sviði Fjarfestingarbanka. Um er að ræða krefjandi og fjölbreytt starf í spennandi starfsumhverfi.

Íslandsbanki er langt kominn í umbreytingarferli með upplýsingakerfi sín. Verið er að einfalda innviðina, þjónustuvæða öll kerfi og gera bankann betur í stakk búinn til að taksat á við verkefni framtíðarinnar.

Helstu verkefni:

• Þekking og viðhald á núverandi kerfum Fjárfestingarbanka • Þáttakandi í teymi sérfræðinga sem bera ábyrgð á upplýsingakerfum bankans • Aðkoma að greiningu og hönnun • Rekstur og viðhald Fjárfestingarbanka kerfa • Önnur verkefni eftir samkomulagi.

Hæfniskröfur:

• Háskólamenntun á sviði tölvunarfræði, verkfræði eða tengdum greinum • Góð þekking og reynsla af forritun í SQL • Þekking á verðbréfa- gjaldeyris- og afleiðuvörum er kostur • Þekking á Linux, Python, webMethods, MS SQL er kostur • Reynsla af starfi hjá fjármálafyrirtæki er æskileg • Rík þjónustulund og lipurð í mannlegum samskiptum • Frumkvæði og drifkraftur • Skipulögð og öguð vinnubrögð

Nánari upplýsingar veitir Þórdís Þórsdóttir, deildarstjóri Grunnvirkni sími 844-4685, netfang: thordis.thorsdottir@islandsbanki.is Á mannauðssviði veitir Sigrún Ólafsdóttir nánari upplýsingar, sími 844 4172, sigrun.olafs@islandsbanki.is.

Umsóknir óskast fylltar út á www.islandsbanki.is og sendar ásamt ferilskrá. Umsóknarfrestur er til og með 14. maí nk.

Hjá Íslandsbanka starfa um 850 manns með ástríðu fyrir árangri. Við vinnum saman að lausnum fyrir viðskiptavini með fagmennsku að leiðarljósi. Starfsfólk Íslandsbanka leggur sig alltaf fram við að veita bestu bankaþjónustuna.

Íslandsbanki hefur staðist jafnlaunavottun og hlotið Jafnlaunamerki Velferðaráðuneytis.


Sækja um starf
Upplýsingar fyrir umsækjendur

Umsóknir óskast fylltar út á www.islandsbanki.is og sendar ásamt ferilskrá. Umsóknarfrestur er til og með 14. maí nk.