Forritari

VÍS 26. Jun 2020 Fullt starf

Við leitum að öflugum forriturum í stafræn verkefni. Við erum starfrænt þjónustufyrirtæki og veitum viðskiptavinum okkar framúrskarandi þjónustu. Framfarir í stafrænni tækni eru lykillinn að einfaldari og betri þjónustu og þar ætlum við að vera í fararbroddi.

Framundan eru spennandi verkefni við hönnun og þróun stafrænna lausna. Verkefnin eru fjölbreytt og unnin í náinni samvinnu við viðskiptavini, reynslumikla ráðgjafa og sérfræðinga úr öðrum einingum VÍS. Mikil tækifæri eru til starfsþróunar fyrir metnaðarfulla einstaklinga.

Menntunar- og hæfniskröfur:

• Háskólamenntun í tölvunarfræði, verkfræði eða sambærileg menntun.

• Reynsla af forritun í React, .Net og NodeJS.

• Reynsla í þróun í Outsystems mikill kostur.

• Frumkvæði og sjálfstæði í starfi.

• Metnaður fyrir því að gera sífellt betur og vinna að umbótum.

• Skipulag og fagmennska í vinnubrögðum.

Markmið okkar er að vera framúrskarandi vinnustaður og vera alltaf í fremstu röð tryggingafélaga á Íslandi. Ánægja starfsfólks og viðskiptavina er lykilatriði í velgengni félagsins. Hjá okkur starfar öflug liðsheild með skýr markmið og stefnu. Frumkvæði, drifkraftur og metnaður eru eiginleikar sem við sækjumst eftir.


Sækja um starf
Upplýsingar fyrir umsækjendur

Í samræmi við jafnréttisstefnu VÍS hvetjum við öll kyn að sækja um. Umsókn um starfið þarf að fylgja ítarleg starfsferilsskrá og kynningarbréf þar sem gerð er grein fyrir ástæðu umsóknar og rökstuðningur fyrir hæfni viðkomandi í starfið.

Nánari upplýsingar veitir Eiður Eiðsson, forstöðumaður Stafrænna verkefna, eidure@vis.is. Umsóknarfrestur er til og með mánudagsins 6. júlí.