Forritari

Borgun 4. Feb 2020 Fullt starf

Borgun er framsækið fjármálafyrirtæki sem er leiðandi í þróun og hagnýtingu lausna á sviði rafrænnar greiðslumiðlunar og fjártækni. Við leitum að öflugum forritara sem mun gegna lykilhlutverki í þróun hugbúnaðarlausna fyrirtækisins. Viðkomandi þarf að vera tilbúinn til að axla ábyrgð og sýna frumkvæði í starfi til að takast á við fjölbreytt og krefjandi verkefni.

Helstu verkefni:

 • Nýsköpun, þróun og innleiðing hugbúnaðarlausna

 • Samþætting og umbætur á lausnum í rekstri

 • Bestun fyrirspurna og hámörkun afkasta

 • Samskipti við viðskiptaeiningar Borgunar og samstarfsaðila

 • Unnið er með .NET, .NET Core, SQL Server, REST og SOAP þjónustur og margt fleira

Hæfniskröfur:

 • Háskólamenntun á sviði tölvunarfræði, verkfræði eða sambærileg

 • Mjög góð þekking og reynsla af forritun í .NET / .NET Core á öllum lögum (e. full stack)

 • Reynsla af þróun og rekstri gagnagrunna á SQL Server

 • Reynsla af notkun TFS og GIT

 • Reynsla af notkun IIS

 • Þekking á eftirlitskerfum er kostur

 • Ástríða fyrir hugbúnaðargerð

 • Frumkvæði, drifkraftur, fagleg, sjálfstæð og öguð vinnubrögð

 • Geta til þess að starfa sjálfstætt og í hóp

 • Rík þjónustulund og lipurð í mannlegum samskiptum

 • Góð íslensku- og enskukunnátta


Sækja um starf
Upplýsingar fyrir umsækjendur
 • Nánari upplýsingar um starfið veitir Sigurjón Þráinsson, þróunarstjóri, í síma 859-7969.