Forritari

Annata 12. Aug 2018 Fullt starf

Við leitum að úrræðagóðum og vandvirkum einstaklingum til að vinna með viðskiptavinum okkar hér á landi og erlendis í innleiðingum á Microsoft Dynamics 365 lausnum. Verkefnin felast í þróun, aðlögunum, úrvinnslu gagna og samþættingum við önnur kerfi. Þekking og reynsla af forritun í Microsoft viðskiptahugbúnaði er mikill kostur en góð almenn forritunarreynsla í .NET, JavaScript, HTML og vefþjónustum er einnig vel metin.

Starfssvið

• Hönnun og forritun framlínulausna

• Stillingar og aðlaganir í CRM

• Samþætting við önnur kerfi

• Aðlaganir, stillingar og úrvinnsla gagna

Hæfniskröfur

• Góð þekking og reynsla í .NET og C#

• Reynsla af CRM séraðlögunum kostur

• Grunnþekking á sölu- og þjónustuferlum

• Menntun sem nýtist í starfi

• Geta til að vinna sjálfstætt og í hóp


Sækja um starf
Upplýsingar fyrir umsækjendur

Frekari upplýsingar veitir Sigrún Kvaran (smk@annata.is), framkvæmdastjóri Annata, Íslandi. Farið er með umsóknir sem trúnaðarmál.

Umsóknir skulu berast fyrir 31. ágúst næstkomandi.