Forritari

Blue Lagoon 2. May 2018 Fullt starf

Bláa Lónið leitar að metnaðarfullum og öflugum .NET forritara fyrir fjölbreytt verkefni á upplýsingatæknisviði. Hlutverk forritarans koma að viðhaldi og rekstri á kerfum Bláa Lónsins. Framundan er mikil uppbygging í helstu kerfum fyrirtækisins sem snerta bakvinnslu og framenda. Unnið er náið með viðskiptagreini og prófara í hugbúnaðardeild Bláa Lónsins.

Um fullt starf er að ræða og æskilegt er að viðkomandi geti hafið störf sem fyrst.

Helstu verkefni:

· Viðhald á núverandi kerfum.

· Forritun og innleiðing á uppfærslum og breytingum.

· Þátttaka í viðhaldi og þróun lausna.

Menntunar og hæfniskröfur:

· Háskólamenntun sem nýtist í starfi s.s í tölvunarfræði eða verkfræði

· Greina þarfir og breytingar á kerfum í rekstri

· Nauðsynlegt er að viðkomandi hafi amk 3ja ára reynslu við þróun í .NET umhverfi

· Þekking og reynsla í forritun og högun á API lausnum (Restful API)

· Þekking og reynsla með notkun á SQL (MS-SQL)

· Þekking og reynsla af Agile aðferðarfræði

· Góð enskukunnátta

· Góð samskiptahæfni

· Kostur ef viðkomandi hefur reynslu af bakvinnslukerfum s.s. Navision og kassakerfum


Sækja um starf
Upplýsingar fyrir umsækjendur

Frekari upplýsingar gefa Páll Ágúst Ólafsson þróunarstjóri UT (pall.agust.olafsson@bluelagoon.is) eða Embla Grétarsdóttir á mannauðssviði í síma 420-8800.