Forritari

Marel 15. Nóv. 2017 Fullt starf

Marel leitar að öflugum forritara í hugbúnaðarteymi Innova. Verkefnin snúa sérstaklega að forritun á nýjum viðskiptalausnum tengdum IoT, viðskiptagreind og birtingu upplýsinga sem styrkja hugbúnaðarframboð fyrirtækisins.

Innova er framleiðsluhugbúnaður Marel sem þjónar matvælavinnslum í fiski, kjöti og kjúklingi. Hugbúnaðurinn er notaður fyrir framleiðslueftirlit og stýringar og þjónar lykilhlutverki í matvælavinnslu í heiminum í dag. Innova er í örum vexti og starfa nú um 160 manns við þróun, sölu og þjónustu á hugbúnaðinum um allan heim.

Starfssvið:
• Greining, hönnun, C# forritun og prófun hugbúnaðar í Scrum teymi.
• Þarfagreining og hönnun lausna í samvinnu við viðskiptavini.
• Hönnun og bestum IoT gagnalausna.
• Hönnun og prófun nýrra lausna hjá viðskiptavinum.
• Skjölun og þjálfun tæknifólks og forritara.

Hæfniskröfur:
• Háskólamenntun í tölvunarfræði, kerfisfræði eða verkfræði.
• Reynsla af hugbúnaðargerð með C#, MS SQL Server og Visual Studio.
• Reynsla af stjórnun viðskiptaferla og IoT er kostur.
• Þekking á Scrum/Agile aðferðafræði.
• Skapandi hugsun og færni í teymisvinnu.
• Færni í samskiptum og hæfni til að vinna í alþjóðlegu umhverfi.
• Mjög góð enskukunnátta, í skrifuðu og mæltu máli.

Nánari upplýsingar veitir Sigurjón Lýðsson, Operations Manager Innova Development, sigurjon.lydsson@marel.com. Umsóknarfrestur er til 20.nóvember 2017.


Sækja um starf
Upplýsingar fyrir umsækjendur

Sótt er um í gegnum https://marel.is/jobs