Forritari

TÆKNIVIT 29. Dec 2025 Fullt starf

VILTU FORRITA LAUSNIR SEM ÞÚ GETUR SNERT?

TÆKNIVIT LEITAR AÐ FORRITARA MEÐ BAKGRUNN Í RAFEINDAVIRKJUN

Ertu með ástríðu fyrir því hvernig hugbúnaður og vélbúnaður vinna saman? Hjá TÆKNIVITI færðu tækifæri til að koma að öllu ferlinu frá gagnagrunnum og skýjalausnum niður í sjálfsafgreiðslubúnað og iðntölvur.

UM STARFIÐ

Við leitum að öflugum liðsmanni í fjölbreytt verkefni þvert á tæknistakkinn okkar. Þú munt taka þátt í hönnun, þróun og innleiðingu á sérhæfðum lausnum sem við smíðum frá grunni.
Verkefnin eru fjölbreytt og snúa meðal annars að:

  • Bakendavinnu: Þróun í C#.NET og MySQL gagnagrunnum.
  • Vélbúnaðartengingu: Forritun fyrir sjálfsafgreiðslulausnir og iðntölvur.
  • Nýsköpun: Þátttaka í nýjum og spennandi verkefnum á sviði greiðslulausna og sjálfvirkrar afgreiðslu.

HVERJU LEITUM VIÐ AÐ?

Við leggjum áherslu á að þú hafir skilning á rafmagnshliðinni samhliða forritun.

  • Menntun: Próf í tölvunarfræði, verk/tæknifræði eða rafeindavirkjun (eða sambærileg reynsla).
  • Tækniþekking: Þekking og reynsla af .NET, gagnagrunnum, iðntölvum, rafeindaþróun og rafmagnsteikningum er kostur.
  • Verkvit: Ef þú átt auðvelt með að skipuleggja þig, ert sjálfstæður í vinnubrögðum og lausnamiðaður, þá ertu sá sem við leitum að.
  • Hugarfar: og átt gott með að vinna í nánu samstarfi við samstarfsfólk.

AF HVERJU TÆKNIVIT?

TÆKNIVIT er framsækið lausnafyrirtæki þar sem stutt er í ákvarðanir og sköpunargleðin fær að njóta sín. Við hönnum og framleiðum okkar eigin búnað og rekum eigin heimildagrunn í skýinu.
Við erum staðsett í nýju og björtu húsnæði í Rofabæ, þar sem vinnuaðstaðan er til fyrirmyndar (og hentar sérlega vel fyrir þá sem vilja stytta ferðatímann í efri byggðum borgarinnar).
Þó svo textinn sé skrifaður í karlkyni þá hvetjum við bæði karla og konur að sækja um.


Sækja um starf
Upplýsingar fyrir umsækjendur

Sendu tölvupóst með starfsumsókn og ferilskrá til að sækja um starfið. Öllum umsóknum er svarað.