Forritari
VILTU FORRITA LAUSNIR SEM ÞÚ GETUR SNERT?
TÆKNIVIT LEITAR AÐ FORRITARA MEÐ BAKGRUNN Í RAFEINDAVIRKJUN
Ertu með ástríðu fyrir því hvernig hugbúnaður og vélbúnaður vinna saman? Hjá TÆKNIVITI færðu tækifæri til að koma að öllu ferlinu frá gagnagrunnum og skýjalausnum niður í sjálfsafgreiðslubúnað og iðntölvur.
UM STARFIÐ
Við leitum að öflugum liðsmanni í fjölbreytt verkefni þvert á tæknistakkinn okkar. Þú munt taka þátt í hönnun, þróun og innleiðingu á sérhæfðum lausnum sem við smíðum frá grunni.
Verkefnin eru fjölbreytt og snúa meðal annars að:
- Bakendavinnu: Þróun í C#.NET og MySQL gagnagrunnum.
- Vélbúnaðartengingu: Forritun fyrir sjálfsafgreiðslulausnir og iðntölvur.
- Nýsköpun: Þátttaka í nýjum og spennandi verkefnum á sviði greiðslulausna og sjálfvirkrar afgreiðslu.
HVERJU LEITUM VIÐ AÐ?
Við leggjum áherslu á að þú hafir skilning á rafmagnshliðinni samhliða forritun.
- Menntun: Próf í tölvunarfræði, verk/tæknifræði eða rafeindavirkjun (eða sambærileg reynsla).
- Tækniþekking: Þekking og reynsla af .NET, gagnagrunnum, iðntölvum, rafeindaþróun og rafmagnsteikningum er kostur.
- Verkvit: Ef þú átt auðvelt með að skipuleggja þig, ert sjálfstæður í vinnubrögðum og lausnamiðaður, þá ertu sá sem við leitum að.
- Hugarfar: og átt gott með að vinna í nánu samstarfi við samstarfsfólk.
AF HVERJU TÆKNIVIT?
TÆKNIVIT er framsækið lausnafyrirtæki þar sem stutt er í ákvarðanir og sköpunargleðin fær að njóta sín. Við hönnum og framleiðum okkar eigin búnað og rekum eigin heimildagrunn í skýinu.
Við erum staðsett í nýju og björtu húsnæði í Rofabæ, þar sem vinnuaðstaðan er til fyrirmyndar (og hentar sérlega vel fyrir þá sem vilja stytta ferðatímann í efri byggðum borgarinnar).
Þó svo textinn sé skrifaður í karlkyni þá hvetjum við bæði karla og konur að sækja um.
Sækja um starf
Sendu tölvupóst með starfsumsókn og ferilskrá til að sækja um starfið. Öllum umsóknum er svarað.