Forritari

Samgöngustofa 6. May 2022 Fullt starf

Samgöngustofa óskar eftir að ráða forritara. Í boði er góður félagsskapur, vel búið starfsumhverfi með góðum tækjabúnaði, spennandi verkefni og tillitsemi gagnvart því að forritarar geti líka átt sér líf utan vinnu. Meginstarf viðkomandi er greining, hönnun, forritun og prófanir á nýjum og notuðum lausnum og viðhald eldri kerfa. Starfshlutfall er 100%.

Menntunar- og hæfniskröfur:
• Háskólapróf sem nýtist í starfi, t.d. tölvunarfræði, eða önnur reynsla sem nýtist í starfi forritara.
• Haldgóð reynsla af forritun.
• Haldgóð þekking af Oracle er kostur.
• Þekking á Java, vefforritun og gagnagrunnskerfum er kostur.
• Grunnþekking á Linux.
• Viðkomandi þarf að búa yfir vandvirkni, frumkvæði og sjálfstæði í vinnubrögðum.

Í boði er spennandi starf hjá metnaðarfullri stofnun í alþjóðlegu umhverfi. Við bjóðum uppá góða starfsaðstöðu og frábæra vinnufélaga.


Sækja um starf
Upplýsingar fyrir umsækjendur

Hægt er að sækja um starfið rafrænt á www.samgongustofa.is/storf.

Nánari upplýsingar veitir Ólöf Friðriksdóttir, mannauðsstjóri í síma 480-6000. Öllum umsóknum skal fylgja ítarleg starfsferilsskrá og kynningarbréf. Í ráðningarferlinu verður óskað eftir að umsækjendur skili sakavottorði. Hafi umsækjandi verið fundinn sekur um refsiverða háttsemi getur það orðið til þess að viðkomandi telst ekki hæfur til að gegna starfi hjá stofnuninni. Öllum umsóknum verður svarað þegar ákvörðun um ráðningu hefur verið tekin. Umsóknir gilda í a.m.k. sex mánuði ef staða losnar á ný. Starfskjör eru í samræmi við kjarasamning ríkisins og viðkomandi stéttarfélags. Samgöngustofa áskilur sér rétt til að hafna öllum umsóknum. Samgöngustofa hvetur öll kyn til að sækja um þessa stöðu.