Forritarar í stafrænar lausnir

VÍS 1. Dec 2023 Fullt starf

Forritarar í stafrænar lausnir

Við í stafrænum lausnum VÍS leitum að metnaðarfullum forriturum til að slást í hópinn með okkur því það er mikið af spennandi verkefnum framundan. Í tækniumhverfi okkar eru leiðandi tæknilausnir m.a. frá Outsystems, Salesforce og MuleSoft. Við teljum að viðhorf sé mikilvægur þáttur til að ná árangri og góðri samvinnu. Við leggjum mikið upp úr sjálfstæðum vinnubrögðum, frumkvæði, drifkrafti og að vera tilbúin að takast á við áskoranir og læra nýja hluti.

Við bjóðum upp á framúrskarandi vinnuumhverfi með frábæru samstarfsfólki og tækifæri til að taka þátt í fjölbreyttum og krefjandi verkefnum.

Helstu verkefni og ábyrgð:

• Þróun sjálfsafgreiðslulausna fyrir viðskiptavini
• Þróun þjónustukerfa fyrir starfsfólk
• Samþætting kerfa
• Sjálfvirknivæðing viðskiptaferla

Menntunar- og hæfnikröfur:

• Háskólamenntun í tölvunar-, kerfis-, verkfræði eða önnur sambærileg menntun
• Reynsla af forritun
• Reynsla í OutSystems, Salesforce eða MuleSoft er kostur
• Þekking á Agile og Scrum aðferðafræðinni er kostur
• Frumkvæði, sjálfstæð vinnubrögð, drifkraftur og skipulagshæfni

Það sem við höfum upp á að bjóða:

• Framúrskarandi vinnustað með einstaka vinnustaðamenningu
• Fyrirmyndarfyrirtæki með áherslu á jafnrétti
• Nýsköpunarumhverfi því við elskum hugrekki
• Fyrirtæki sem hugsar til framtíðar með því að leggja áherslu á sjálfbærni
• Tækifæri til þess að vaxa og dafna bæði í lífi og starfi


Sækja um starf
Upplýsingar fyrir umsækjendur

Nánari upplýsingar veitir Ingólfur Þorsteinsson, forstöðumaður stafrænna lausna, netfang ingolfur@vis.is.

Umsóknarfrestur er til og með 10. desember 2023. Við hvetjum öll sem uppfylla hæfniskröfur til að sækja um, óháð kyni. Fullum trúnaði er heitið og öllum umsóknum verður svarað þegar ákvörðun um ráðningu hefur verið tekin. Eingöngu er tekið við umsóknum í gegnum starfasíðuna okkar á www.vis.is.