Forritarar

Arion banki 28. Apr 2023 Fullt starf

Við leitum að forriturum í Data teymi (Data Engineer), til að þróa með okkur nýjar lausnir í spennandi og fjölbreyttu tækniumhverfi. Við leitum að starfsfólki með brennandi áhuga á að skapa framúrskarandi lausnir og þörf fyrir að læra sífellt nýja hluti. Jafnframt að búa yfir sterkri tæknilegri þekkingu og hafa mikið frumkvæði.

Viðkomandi munu tilheyra Data teymi á upplýsingatæknisviði en teymið hefur það hlutverk að viðhalda gagnalagi bankans (Data Platform), útbúa lausnir fyrir lögbundin skil til eftirlitsaðila og samþættingar á milli kerfa.

Helstu verkefni:

  • Þróun á hugbúnaði í samræmi við greiningu og hönnun
  • Samþætting lausna og uppbygging á gagnalagi bankans
  • Smíði og framkvæmd einingaprófana sem og sjálfvirkra þýðinga
  • Kóðarýni hjá öðrum forriturum
  • Gerð tæknilýsinga

Hæfniskröfur:

  • Háskólamenntun á sviði tölvunar-, kerfis-, verkfræði eða önnur sambærileg menntun
  • Reynsla af þróun og prófun hugbúnaðar
  • Þekking á Agile og Scrum aðferðafræðinni er kostur
  • Þekking á MS SQL, SSIS og Git æskileg
  • Þekking á BIML og .NET er kostur
  • Sjálfstæð og nákvæm vinnubrögð
  • Góðir samskiptahæfileikar og áhugi á teymisvinnu

Nánari upplýsingar um starfið veitir Marsibil Ingibjörg Hjaltalín, forstöðumaður Data, (marsibil.hjaltalin@arionbanki.is) og Birna Dís Birgisdóttir, mannauðsráðgjafi, (birna.birgisdottir@arionbanki.is).

**Umsóknarfrestur er til og með 7. maí. **

Fullum trúnaði er heitið og öllum umsóknum verður svarað þegar ákvörðun um ráðningu hefur verið tekin.


Sækja um starf
Upplýsingar fyrir umsækjendur

Sótt er um hér: https://www.arionbanki.is/bankinn/vinnustadurinn/saekja-um-starf/