Forritari

Reykjavik Excursions 11. Sep 2019 Fullt starf

Við leitum að öflugum forritara með góða reynslu í fjölbreytt og skemmtilegt starf í höfuðstöðvum fyrirtækisins við Klettagarða. Tækifæri til að vinna bæði í bak- og framenda verkefnum.

Starfssvið

Hugbúnaðarþróun á innri og ytri kerfum.

Viðmóts- og vefforritun með áherslu á notendaupplifun.

Teymisvinna og samskipti við samstarfsaðila.

Menntunar- og hæfniskröfur

Háskólamenntun í tölvunarfræði eða sambærilegt.

5 ára reynsla af hugbúnaðargerð og/eða vefforritun.

Þekking og reynsla á .Net, C#, Web API og MVC, Javascript (React, Redux, Hooks) og MS SQL.

Þekking og reynsla á útgáfustýringu t.d. með Git.

Sjálfstæð vinnubrögð og metnaður til að þróa framúrskarandi lausnir.


Sækja um starf
Upplýsingar fyrir umsækjendur

Ítarlegri upplýsingar um störfin, hæfniskröfur og umsóknargögn er að finna á umsóknarsíðu.

Umsóknarfrestur er til og með 18. september 2019.

Eingöngu er tekið á móti umsóknum rafrænt á jobs.re.is

Við hvetjum bæði karla og konur til að sækja um störfin.

Reykjavik Excursions-Kynnisferðir er öflugt ferðaþjónustufyrirtæki með um 470 starfsmenn. Við erum leiðandi í skipulagningu og rekstri ferða með erlenda og innlenda ferðamenn um Ísland. Hjá okkur starfar metnaðarfullt starfsfólk sem leggur sig fram við að veita framúrskarandi þjónustu.

Klettagarðar 12 |104 Reykjavík | 580 5400 | www.re.is