Forritarar

Hugsmiðjan 22. Dec 2025 Fullt starf

Hugsmiðjan er hönnunar- og hugbúnaðarhús sem hjálpar fyrirtækjum og stofnunum að ná árangri með nýrri tækni.

Hjá Hugsmiðjunni er ákaflega metnaðarfullt en jafnframt notalegt andrúmsloft. Við leggjum mikla áherslu á að vera fyrsta flokks vinnustaður sem laðar að sér fólk sem vill búa til yfirburða stafrænar lausnir.

Við leitum að forriturum sem:

  • Eru jákvæðir, metnaðarfullir og lausnamiðaðir
  • Hafa sjálfstæða og skapandi hugsun
  • Hafa ástríðu fyrir framúrskarandi notendaupplifun
  • Eiga auðvelt með samskipti og samvinnu í teymisvinnu

Hæfniskröfur:

  • Góð þekking á HTML, CSS og JavaScript.
  • Góð þekking á Node.js, NextJS, React, og TypeScript.
  • Reynsla af hönnun, rekstri og uppsetningu hugbúnaðarkerfa.
  • Að minnsta kosti þriggja ára starfsreynsla.
  • Reynsla af vinnslu verkefna með skýra tímalínu og framleiðsluáætlun.
  • Reynsla af samskiptum við viðskiptavini.
  • Þekking á öðrum forritunarumhverfum (t.d. .NET eða Python) er kostur.
  • Menntun á sviði tölvunarfræði eða verkfræði er kostur en ekki krafa.

Um hvað snýst starfið?

  • Vinna framúrskarandi stafrænar lausnir í samstarfi við hönnuði og viðskiptavini.
  • Skipulag, hönnun og forritun í stærri hugbúnaðarverkefnum.
  • Rekstur verkefna í samstarfi við viðskiptavini.

Hugsmiðjan býður:

  • Krefjandi og skapandi verkefni með metnaðarfullum viðskiptavinum.
  • Öflug teymi sem samanstanda af fagfólki.
  • Vinalegt starfsumhverfi og fjölskylduvæna starfsmannastefnu.
  • Niðurgreiddan hádegismat, gott kaffi og fullan ísskáp.

Umsóknarfrestur er til 20. janúar 2026.


Sækja um starf
Upplýsingar fyrir umsækjendur

Áhugasamir endilega sendið okkur ferilskrá og kynningarbréf á netfangið starf@hugsmidjan.is. Umsóknarfrestur er til 20. janúar 2026.