Flutter forritari

Beanfee 18. Apr 2024 Fullt starf

Beanfee leitar að metnaðarfullum app forriturum til að taka þátt í spennandi og samfélagslega mikilvægri vegferð.

Aðal verkefnið
Starfið felst í að vinna að nýrri útgáfu af Beanfee hugbúnaðinum og nota til þess aðallega Flutter þróunarumhverfið fyrir bæði app og vefkerfi. Hluta starfs má vinna í fjarvinnu.

Hæfniviðmið
– Reynsla af app forritun
– Reynsla af (eða mikill áhugi á) Flutter þróunarumhverfinu
– Háskólamenntun sem nýtist í starfi
– Þekking á forritun í TypeScript og/eða Firebase umhverfinu er kostur
– Sjálfstæð vinnubrögð og samskiptahæfni
– Áhugi á velferð og andlegum vexti ungmenna

Um fyrirtækið
Beanfee er vel fjármagnað nýsköpunarfyrirtæki á sviði hegðunarþjálfunar barna og unglinga. Við vinnum náið með Háskóla Íslands, samstarfsaðilum og notendum að því markmiði að hjálpa ungmennum og fjölskyldum þeirra til árangurs. Beanfee er meðal annars notað til að tækla mörg af alvarlegustu vandamálum skólaumhverfisins. Nú þegar hefur vinna Beanfee skilað góðum niðurstöðum, til dæmis gagnvart skólaforðun og námshvatavanda, samkvæmt rannsóknum Háskóla Íslands.

Hjá Beanfee starfa tveir aðilar í fullu starfi og til stendur að bæta við tveimur til viðbótar. Aðilar í háskólanámi sem leita að sumarstarfi koma einnig til greina. Félagið er með fullbúna skrifstofu og fundaraðstöðu í Grafarvogi.


Sækja um starf
Upplýsingar fyrir umsækjendur
  • Umsókn ásamt ferilskrá sendist á jobs@beanfee.com
  • Aðeins aðilar með búsetu á Íslandi koma til greina
  • Frekari upplýsingar eru veittar í jobs@beanfee.com