Fagstjóri í upplýsingatæknideild

Samgöngustofa 2. Sep 2021 Fullt starf

Samgöngustofa leitar af öflugum einstaklingi í stöðu fagstjóra á sviði upplýsingatækni til að sinna stýringu á hugbúnaðarverkefnum og taka þátt í stafrænni þróun. Viðkomandi mun ásamt deildarstjóra upplýsingatæknideildar Samgöngustofu sinna greiningu, innleiðingu og stýringu á verkefnum sem snúa að kjarnalausnum Samgöngustofu. Í ört vaxandi stafrænum heimi eru mikil tækifæri í stafrænum lausnum af öllu tagi til að auka hagkvæmni og skilvirkni, bæta upplýsingamiðlun og einfalda þjónustu við helstu hagsmunaaðila Samgöngustofu. Samgöngustofa hefur upp á síðkastið unnið með samstilltu átaki að greiningu og útfærslu á stafrænum lausnum. Viðkomandi þarf að hafa víðtæka þekkingu og reynslu af hinum stafræna heimi. Starfshlutfall er 100%.

Helstu verkefni:

 • Samstarf við hagaðila, bæði innan Samgöngustofu sem og ytri hagsmunaaðila við að tryggja framgang verkefna og eftirfylgni.
 • Greina verkefni og forgangsraða.
 • Þátttaka í samstarfi við Stafrænt Ísland á sviði stafrænnar þróunar hins opinbera.
 • Taka þátt í afhendingu lausna og framkvæma prófanir með hugbúnaðarsérfræðingum Samgöngustofu.
 • Yfirumsjón með forgangsröðun á rekstrarmálum.

Menntunar- og hæfnikröfur:

 • Háskólamenntun sem nýtist í starfi, t.d. tölvunarfræði, verkefnastjórnun eða verkfræði. Gerð er krafa um BS eða BA gráðu.
 • Þekking og reynsla af greiningu og stýringu á hugbúnaðarverkefnum.
 • Góð tækniþekking skilyrði.
 • Geta til þess að halda utan um mörg samhliða verkefni.
 • Gott vald á íslensku og ensku.
 • Frumkvæði, skipuleg vinnubrögð og hæfni í mannlegum samskiptum.
 • Hæfni í þverfaglegri vinnu með hagsmunaaðilum við að tryggja framgang verkefna, eftirfylgni og fjarlægja hindranir.

Í boði er spennandi starf hjá eftirsóknarverðum vinnustað í alþjóðlegu umhverfi. Við bjóðum upp á góða starfsaðstöðu og frábæra vinnufélaga.

Umsóknarfrestur er til 13. september 2021.


Sækja um starf
Upplýsingar fyrir umsækjendur

Hægt er að sækja um starfið rafrænt á www.samgongustofa.is/storf.

Nánari upplýsingar veitir Páll Ágúst Ólafsson deildarstjóri upplýsingatæknideildar í síma 480-6000. Öllum umsóknum skal fylgja ítarleg starfsferilsskrá og kynningarbréf. Í ráðningarferlinu verður óskað eftir að umsækjendur skili sakavottorði. Hafi umsækjandi verið fundinn sekur um refsiverða háttsemi getur það orðið til þess að viðkomandi telst ekki hæfur til að gegna starfi hjá stofnuninni. Öllum umsóknum verður svarað þegar ákvörðun um ráðningu hefur verið tekin. Umsóknir gilda í a.m.k. sex mánuði ef staða losnar á ný. Starfskjör eru í samræmi við kjarasamning ríkisins og viðkomandi stéttarfélags. Samgöngustofa áskilur sér rétt til að hafna öllum umsóknum. Samgöngustofa hvetur öll kyn til að sækja um þessa stöðu.