Erum við að leita að þér?

Stefna ehf. 24. Oct 2022 Fullt starf

Stefna leitar að lausnarmiðaðri manneskju sem brennur fyrir notendamiðað viðmót og upplýsingagjöf til að slást í hóp öflugs teymis sem þjónustar viðskiptavini Stefnu. Við leitum að manneskju sem er fljót að tileinka sér nýja þekkingu og aðferðir, hefur gagnrýna hugsun og ríka þjónustulund. Æskilegt er að viðkomandi geti hafið störf sem fyrst.

Stefna sérhæfir sig í stafrænum lausnum fyrirtækja, opinberra stofnana, sveitarfélaga og félagasamtaka. Hjá Stefnu starfar teymi sérfræðinga í öllu sem viðkemur hugbúnaðargerð; greining, hönnun, vefun, forritun, ráðgjöf og efnismál. Við erum sveigjanleg og útsjónarsöm, setjum okkur vel inn í þarfir viðskiptavina, finnum lausn sem hentar hverju sinni og höfum það að markmiði að uppfylla þarfir þeirra sem gera kröfur. Við viljum að okkar fólki líði vel í vinnunni og því skiptir það okkur máli að skapa faglegt og traust starfsumhverfi.

Viðskiptavinir Stefnu skipta hundruðum og er þar á meðal að finna nokkur af stærstu fyrirtækjum og stofnunum landsins. Starfsfólk Stefnu er 36 talsins.

Helstu verkefni:
-Notendarannsóknir og greining
-Efnishönnun á vef
-Prófanir
-Ráðgjöf varðandi efnismál og viðmót

Menntunar- og hæfniskröfur:
-Háskólamenntun kostur
-Reynsla af vinnu við vefi og vefstjórn kostur
-Þjónustumiðað viðhorf
-Gott tölvulæsi
-Gott vald á íslensku máli í ræðu og riti
-Góð enskukunnátta

Umsóknarfrestur er til og með 1. nóvember nk. Umsóknir eru meðhöndlaðar sem trúnaðarmál og verður öllum umsóknum svarað. Nánar upplýsingar eru gefnar í gegnum starf@stefna.is


Sækja um starf
Upplýsingar fyrir umsækjendur

Hægt er að sækja um starfið á eftirfarandi slóð: https://alfred.is/starf/erum-vid-ad-leita-ad-ther-14