Ert þú skap­andi tölvu­séní?

Sjóvá 17. Feb 2020 Fullt starf

Við leitum að skap­andi og hug­mynda­ríkum for­rit­ara í öfl­ugt teymi sér­fræðinga upp­lýs­inga­tækni­deildar. Um er að ræða starf sem felur í sér þátt­töku í fjöl­breyttum verk­efnum á sviði hug­búnaðarþró­unar og rekst­urs upp­lýs­inga­kerfa

Við leitum að einstaklingi með:

  • háskólapróf í tölvunarfræði, verkfræði eða aðra menntun sem nýtist í starfi
  • tveggja ára reynslu af forritun
  • reynslu í .Net eða .Net Core
  • áhuga á sjálfvirkum prófunum og útgáfu, DevOps og skýjalausnum
  • þekkingu og reynslu af Restful API hugbúnaðarþróun og samþættingu kerfa
  • framúrskarandi samskiptahæfileika og hæfni til að vinna í teymum

Aðrir kostir:

  • þekking á gagnagrunnum og SQL Server
  • þekking og reynsla á hönnun notendavænna veflausna
  • þekking og reynsla af agile aðferðafræði

Starfið felur meðal ann­ars í sér:

  • hönnun, þróun og viðhald á API og veflausnum
  • samþættingu kerfa með hliðsjón af API
  • þátttöku í þverfaglegri verkefnavinnu á sviði stafrænnar þróunar

Nán­ari upp­lýs­ingar veitir Erla Björk Gísla­dóttir mannauðssér­fræðingur, erla.gisladottir@sjova.is. Sótt er um hér fyrir neðan.
Um­sókn­ar­frestur er til og með 1. mars 2020.


Sækja um starf
Upplýsingar fyrir umsækjendur

Sótt er um starfið í gegnum vefslóðina hér fyrir ofan.