DevOps sérfræðingur

Seðlabanki Íslands 23. Jan 2023 Fullt starf

SEÐLABANKI ÍSLANDS óskar eftir að ráða metnaðarfullan og þjónustulundaðan einstakling í starf DevOps sérfræðings í deild þróunar á sviði upplýsingatækni og gagnasöfnunar.

Sviðið sér um þróun, rekstur og viðhald á tölvukerfum, gagnaumhverfi og hugbúnaði bankans. Deildin samanstendur af teymum hugbúnaðarsérfræðinga, sérfræðinga í gagnasamþættingu og DevOps. Við leitum nú að sérfræðingi í DevOps teymið til að vinna að umbótum í þróunar- og rekstrarumhverfi hugbúnaðarlausna okkar.

Helstu verkefni og ábyrgð:
• Innleiða og styðja við vöktun á afköstum, notkun og villum í kerfum Seðlabankans
• Móta skilvirka ferla í þróun og viðhaldi hugbúnaðar í samstarfi við hagsmunaaðila (CI/CD flæði)
• Styðja við rekstur og framþróun á viðskiptakerfi bankans
• Efla útgáfustjórnun og auka sjálfvirkni í útgáfu hugbúnaðarlausna
• Efla sjálfvirkar prófanir á hugbúnaði og gögnum

Menntunar- og hæfniskröfur:

• Menntun sem nýtist í starfi, t.d. á sviði kerfisreksturs, tölvunarfræði eða verkfræði
• Reynsla af hugbúnaðarþróun og/eða kerfisrekstri
• Reynsla og/eða þekking á Microsoft umhverfi (SQL, IIS, o.fl.) er kostur
• Reynsla af innleiðingu eða nýtingu DevOps aðferðafræði ásamt CI/CD flæði er kostur
• Þekking á Oracle gagnagrunnum er kostur
• Þekking á uppsetningu vöktunar á tölfræði um afköst, notkun og atvik er kostur
• Þekking á skriftumálum, t.d. PowerShell, Python eða öðrum skriftumálum er kostur
• Lipurð í mannlegum samskiptum og hæfni til að starfa sjálfstætt og í hóp

Nánari upplýsingar um starfið veita Elín Rut Guðnadóttir, forstöðumaður á sviði upplýsingatækni og gagnasöfnun (elin.rut.gudnadottir@sedlabanki.is) og Erla Traustadóttir, sérfræðingur á mannauðssviði (mannaudur@sedlabanki.is). Umsóknarfrestur er til og með 1. febrúar.
Um er að ræða 100% starfshlutfall með starfsstöð í Reykjavík. Sótt er um starfið á heimasíðu Seðlabanka Íslands, www.sedlabanki.is/storf. Með umsókn þarf að fylgja ferilskrá og kynningarbréf þar sem gerð er grein fyrir ástæðu umsóknar og hæfni viðkomandi til að gegna starfinu rökstudd.

Hjá Seðlabankanum starfar öflug liðsheild í metnaðarfullu og hvetjandi starfsumhverfi þar sem áhersla er lögð á sveigjanleika, fagmennsku og þekkingu.

Við ráðningar í störf hjá Seðlabanka Íslands er tekið mið af jafnréttisstefnu og jafnréttisáætlun bankans og er fólk af öllum kynjum hvatt til að sækja um. Laun greiðast samkvæmt kjarasamningi samtaka starfsmanna fjármálafyrirtækja. Umsóknir gilda í sex mánuði og öllum umsóknum verður svarað þegar ákvörðun um ráðningu hefur verið tekin. Vakin er athygli umsækjenda á því að um ráðningarferlið gilda m.a. stjórnsýslulög nr. 37/1993, upplýsingalög nr. 140/2012 og lög um réttindi og skyldur starfsmanna ríkisins nr. 70/1996.


Sækja um starf
Upplýsingar fyrir umsækjendur

Sótt er um starfið á heimasíðu Seðlabanka Íslands, www.sedlabanki.is/storf