DevOps postuli?

Viss 6. Jun 2019 Fullt starf

Við leitum að ástríðufullum DevOps þróunaraðila til að verða hluti af sköpunarteymi Viss. Viðkomandi mun taka þátt í að skapa nýja byltingakennda lausn fyrir íslenskan og erlendan markað. Þú munt leiða þróun á sjálfvirkum þróunar-, prófunar- og raunumhverfum Viss og sífellt vinna að því að bæta afkastagetu og öryggi lausna félagsins. Við leitum að skapandi og frumlegum einstaklingi sem veit ekkert betra en að leysa flókin viðfangsefni. Ef þú trúir á að hægt sé að nýta tæknina til að breyta umhverfinu okkar til hins betra þá er sköpunarteymi Viss rétti staðurinn fyrir þig.

Hæfniskröfur

 • Reynsla af sjálfvirknivæðingu, configuration management og notkun system integration tóla á borð við Terraform, Docker, CI/CD og Jenkins.

 • Reynsla af því að vinna með tól eins og NewRelic, Nagios, Graphite, etc.

 • Reiprennandi í allavega einu scriptu tungumáli (Bash/Python/Node.JS/ruby)

 • Reynsla af því að vinna með AWS, GCP eða Azure.

 • Reynsla af notkun Kafka, RabbitMQ eða einhverju sambærilegu er kostur

 • BSc í tölvunarfræði, stærðfræði, verkfræði eða tengdu sviði kostur

 • Ástríða fyrir forritun og að afla sér þekkingar á eigin vegu

 • Þekking á „relational“ og NoSQL gagnagrunnum kostur

 • Þekking á að vinna með automation, AI og bots kostur

 • Hæfni til að leysa úr flóknum viðfangsefnum og vandamálum

 • Elskar að ná árangri og ljúka verkefnum

 • Reynsla af því að vinna í frumkvöðlaumhverfi stór plús

Um fyrirtækið

Viss býður í dag upp á farsímatryggingar og er vottaður samstarfsaðili Apple. Félaginu hefur verið mótuð ný sýn og stefna og er ætlunin er að breyta Viss í hugbúnaðarfyrirtæki og þróa ýmsar fjártæknilausnir fyrir innlendan sem erlendan markað.”


Sækja um starf
Upplýsingar fyrir umsækjendur

Umsókn skal senda á fridrik@viss.is