DevOps sérfræðingur og/eða nýdoktor

Háskólinn í Reykjavík 11. Dec 2020 Fullt starf

Svefnsetrið í Háskólanum í Reykjavík leitar að DevOps sérfræðingi og/eða nýdoktor með sérþekkingu í vélnámi fyrir Horizon 2020 verkefnið Svefnbyltingin sem styrkt er af framkvæmdastjórn Evrópusambandsins.

Háskólinn í Reykjavík gegnir leiðandi hlutverki í verkefninu sem unnið er í samvinnu við 36 samstarfsaðila í Evrópu og Ástralíu. Samstarfsaðilar koma frá háskólum, iðnaði og heilbrigðisstofnunum. Verkefnið er þverfaglegt með þátttöku fjögurra deilda innan HR: verkfræði-, tölvunarfræði-, íþróttafræði- og sálfræðideildar.

DevOps staðan mun gegna lykilhlutverki í verkefninu sem hefur það markmið að skapa byltingu í greiningu á svefngögnum til að bæta greiningu og meðferð kæfisvefns.

Ábyrgðarsvið:

 • Þróa og styðja við öruggt og skalanlegt kerfi til að geyma og meðhöndla aðgangsheimildir að því sem mun verða eitt stærsta safn læknisfræðilegra tímaraðagagna um kæfisvefn.
 • Búa til sjálfvirkt vinnslu- og prófunarsvæði fyrir símat á vélnámsreikniritum fyrir gögnin og veita samstarfsaðilum okkar stuðning við notkun svæðisins.
 • Það verða tækifæri til að framkvæma rannsóknir á arkitektúr við hæfi til meðferðar og úrvinnslu læknisfræðilegra gagna, svo og að þróa og greina viðeigandi reiknirit til að vinna úr gögnunum.

Hæfniskröfur:

 • Ph.D. gráða í verkfræði, tölvunarfræði eða sambærileg starfsreynsla frá iðnaði.
 • Mikil þekking og reynsla í kerfisstjórnun á Windows og Linux, góð kunnátta í Python, C ++ og Matlab, reynsla í að setja upp gagnainnviði, sjálfvirka fjölvinnslu og djúpnámsumhverfi.
 • Reynsla af evrópska EOSC-rammanum og/eða þekking á forritun á CUDA er kostur.
 • Góð skipulagshæfni og mikil geta til að vinna sjálfstætt.
 • Sveigjanleiki, árangursmiðun og vilji til að læra og vinna í kraftmiklu umhverfi með fjölbreyttu teymi.
 • Öflugur einstaklingur með góða samskipta- og félagslega hæfni.
 • Góð þekking í ensku (talaðri og skriflegri) er nauðsyn.
 • Búseta á höfuðborgarsvæðinu eða nágrenni.

Háskólinn í Reykjavík (HR)

Í Háskólanum í Reykjavík eru um 3700 nemendur og 250 fastráðnir starfsmenn fyrir utan fjölda aðstoðarkennara. Akademískar deildir Háskólans í Reykjavík heyra undir tvö svið: samfélagssvið og tæknisvið. Í þessum deildum eru stundaðar alþjóðlega viðurkenndar rannsóknir og þar fer fram kennsla í grunnnámi, meistaranámi og doktorsnámi.

Kjarnastarfsemi Háskólans í Reykjavík er kennsla og rannsóknir í sterkum tengslum við atvinnulíf og samfélag, þar sem áhersla er lögð á þverfagleika, alþjóðleg viðmið, nýsköpun og faglega þjónustu. Starfsemin mótast af persónulegum tengslum og virðingu fyrir samfélagi og umhverfi.


Sækja um starf
Upplýsingar fyrir umsækjendur

Öllum umsóknum þarf að fylgja ferilskrá með upplýsingum um fyrri störf, menntun, umsagnaraðila o.s.frv. Valkvætt er að senda inn kynningarbréf þarf sem umsækjandi færir rök fyrir því að vera rétti aðilinn í starfið.

Umsóknarfrestur er 18. desember 2020. Staðan er verkefnatengd og því tímabundin til fjögurra ára. Viðkomandi hefur störf þann 1. mars 2021 eða eftir samkomulagi. Farið verður með allar umsóknir sem trúnaðarmál.

Hafa má samband við mannauðsskrifstofu HR varðandi upplýsingar um Háskólann í Reykjavík í gegnum netfangið mannaudur@ru.is. Hafa má samband við Dr. Jacky Mallett varðandi verkefnið sjálft í gegnum netfangið jacky@ru.is.