Deildarstjóri þróunar- og tölvudeildar

Hafnarfjörður 21. Aug 2019 Fullt starf

MÓTAÐU STAFRÆNA FRAMTÍÐ OG ÞJÓNUSTU MEÐ OKKUR Í HAFNARFIRÐI

Hafnarfjarðarbær auglýsir eftir deildarstjóra í fullt starf. Deildarstjóri gegnir mikilvægu hlutverki við að endurhanna þjónustu og vinna að stafrænum umbreytingum með þarfir notenda í forgangi. Þá er meginhlutverk deildarstjóra að móta stefnu um hagnýtingu upplýsingatækni og nýsköpunarþjónustu við íbúa sveitarfélagsins.

Starfið heyrir undir sviðsstjóra þjónustu- og þróunarsviðs sem vinnur náið með öðrum sviðum sveitarfélagsins. Við leitum að einstaklingi sem sýnir frumkvæði, staðfestu og metnað til að ná árangri í starfi. Starfið krefst leiðtogahæfileika og góðrar færni í samskiptum.

Helstu verkefni og ábyrgð:

  • Dagleg stjórnun og rekstur deildarinnar, þ.m.t. áætlana- og skýrslugerð

  • Ábyrgð á þróun, nýsköpun og stefnumótun fyrir notkun upplýsingatækni í ytri og innri
    þjónustu

  • Vinnur með sviðsstjóra þjónustu- og þróunarsviðs að stefnumótun við hagnýtingu
    rafrænna upplýsinga

  • Umsjón með greiningu, smíði og innleiðingu stærri upplýsingatækniverkefna

  • Upplýsingagjöf til stjórnenda um stöðu og framgang verkefna sem undir hann heyra

  • Samningagerð við birgja og þjónustuaðila, hefur eftirlit með aðkeyptri vinnu

  • Frumkvæði í þróun upplýsingatækni og tryggir að upplýsingakerfi og tækjabúnaður uppfylli
    kröfur og þarfir notenda

  • Ábyrgð á tölvuöryggismálum

Menntunar- og hæfniskröfur:

  • Háskólamenntun á sviði upplýsingatækni eða önnur háskólamenntun sem nýtist í starfi

  • Stjórnunar- og rekstrarreynsla

  • Reynsla af samningagerð og samskiptum við birgja

  • Reynsla af árangursríkri stjórnun og verkstýringu stórra upplýsingatækniverkefna

  • Þekking á stafrænum umskiptum og hugmyndafræði notendamiðaðra hönnunaraðferða er
    kostur

  • Frumkvæði, nákvæmni, sköpunargleði og hröð vinnubrögð

Nánari upplýsingar um störfin veitir Sigurjón Ólafsson, sviðsstjóri, sigurjono@hafnarfjordur.is

Laun samkvæmt gildandi kjarasamningi.

Umsóknarfrestur er til og með 1. september 2019.
Umsókn skal fylgja ferilskrá og kynningarbréf.

Samkvæmt jafnréttisstefnu Hafnarfjarðar eru karlar jafnt sem konur hvött til að sækja um starfið.


Sækja um starf
Upplýsingar fyrir umsækjendur

Sótt er um í gegnum heimasíðu Hafnarfjarðar: [https://radningar.hafnarfjordur.is/rcf3/ViewJobOnWeb.aspx?jobid=%c3%9eO%c3%9e19001]