Deildarstjóri skjalastýringar

Reykjavíkurborg 14. Nov 2019 Fullt starf

Gagnaþjónusta Reykjavíkurborgar leitar að metnaðarfullum deildarstjóra til að sinna skjalastýringu borgarinnar. Viðkomandi mun hafa yfirumsjón með skjalamálum Reykjavíkurborgar og sjá til þess að deildin veiti ávallt fyrirmyndarþjónustu, sýni frumkvæði í þróun skjalastjórnunar og tryggi að skjalavistun uppfylli öll ákvæði laga og reglna.

Viðkomandi mun einnig vera í fararbroddi við innleiðingu nýs upplýsingarstjórnunarkerfis, þróun verkferla og skjalavistunar, bæði innan deildarinnar og sem ráðgjafi fyrir önnur svið og stofnanir Reykjavíkurborgar.

Helstu verkefni

Daglegur rekstur Skjalastýringar

Stefnumótun og ferlaþróun skjalavistunar við innleiðingu nýs upplýsingastjórnunarkerfis

Eftirfylgni og umsjón með verkefnum Skjalastýringar

Samskipti við stjórnendur og starfsfólk borgarinnar varðandi skjalavistun og upplýsingagjöf úr skjalakerfum

Starfsmannamál, fræðsla og kynningarmál deildarinnar

Hæfni og menntun

Háskólamenntun sem nýtist í starfi

Frumkvæði og sjálfstæði

Geta til að tjá sig í ræðu og riti, bæði á íslensku og ensku

Rík þjónustulund og samskiptahæfileikar

Leiðtogahæfileikar og reynsla af stjórnun

Þekking á framkvæmd skjalavistunar, hugbúnaðar- og skjalavistunarkerfum

Þekking á lagaumhverfi héraðsskjalasafna, lögum sem varða stjórnsýslu og reglugerðir og stjórnkerfi Reykjavíkurborgar


Sækja um starf
Upplýsingar fyrir umsækjendur

Nánari upplýsingar um starfið veitir Óli Páll Geirsson með því að senda fyrirspurnir á oli.pall.geirsson@reykjavik.is

Launakjör eru samkvæmt kjarasamningi Reykjavíkurborgar og viðkomandi stéttarfélags.

Umsóknarfrestur er til og með 27. nóvember.

Vakin er athygli á stefnu Reykjavikurborgar um jafnan hlut kynja í störfum og að vinnustaðir borgarinnar endurspegli það margbreytilega samfélag sem borgin er.