Deildarstjóri rekstrarþjónustu

Reykjavík 21. Jun 2021 Fullt starf

Við leitum að deildastjóra rekstrarþjónustu

Reykjavíkurborg leitar eftir kraftmiklum stjórnanda sem mun meðal annars sinna umsýslu stjórnsýsluhúsa, viðkomandi ber ábyrgð á fjármálum deildarinnar sem og innkaupum tengdum rekstri deildarinnar. Starfið snýr meðal annars að því að stýra breiðu sviði verkefna með mikla fjárhags og rekstrarlega ábyrgð, sem tengist þjónustu við starfsmenn og starfsemi borgarinnar í Höfðatorgi, Ráðhúsi og Höfða. Viðkomandi þarf að brenna fyrir að finna lausnir á flóknum vandamálum og leita lausna með notkun ferla og tæknilausna í samráði við notendur. Starfið er í kviku breytingaumhverfis sem er hluti af stafrænni umbreytingu Reykjavíkurborgar þar sem sjálfvirknivæðing og sjálfbærni eru lykilhugtök. Deildin tilheyrir Þjónustu- og nýsköpunarsviði Reykjavíkurborgar og heyrir undir skrifstofustjóra þjónustu og umbreytinga og er deildarstjórinn einn af sex kraftmiklum stjórnendum einingarinnar. Ef þú vilt starfa á líflegum og skemmtilegum vinnustað þar sem helsti hvatinn eru umbætur á þjónustu fyrir borgarbúa, krefjandi viðfangsefni, tækni og nýsköpun, þá er þetta sennilega starf þig.

Menntunar- og hæfniskröfur

 • Háskólamenntun sem nýtist í starfi eða mikil reynsla í viðeigandi fagi

 • Reynsla í áætlanagerð á verkefnum og fjármálum

 • Nákvæm vinnubrögð og mikil hæfni við greiningar á gögnum

 • Framúrskarandi samskiptahæfni og lausnamiðuð hugsun

 • Farsæl stjórnendareynsla í að minnsta kosti 2 ár

 • Þekking á opinberu rekstrar- og útboðsumhverfi kostur

 • Mikil skipulagshæfni og áhugi á umbótum

 • Drifkraftur, frumkvæði og metnaður

 • Reynsla og hæfni til að stýra flóknum verkefnum

 • Geta til að tjá sig í ræðu og riti

 • Góð íslensku og enskukunnátta


Sækja um starf
Upplýsingar fyrir umsækjendur

Æskilegt er að viðkomandi geti hafið störf sem fyrst. Umsóknarfrestur er til 24. júni n.k. og skal umsókn fylgja starfsferilsskrá og kynningarbréf þar sem umsækjandi gerir grein fyrir áhuga og hæfni í starfið. Upplýsingar um starfið veitir Arna Ýr í gegnum tölvupóstfangið arna.yr.saevarsdottir@reykjavik.is Reykjavíkurborg er skapandi og metnaðarfullur vinnustaður ásamt því að vera sá stærsti á Íslandi. Verkefnin eru afar fjölbreytt og snerta daglegt líf borgarbúa með margvíslegum hætti. Vakin er athygli á stefnu Reykjavíkurborgar um jafnan hlut kynja í störfum og að vinnustaðir borgarinnar endurspegli það margbreytilega samfélag sem borgin er.