Deildarstjóri Business Central þróunar og gagnagreindar

Advania 14. Jun 2023 Fullt starf

Við leitum að metnaðarfullum og öflugum einstakling til að leiða Business Central þróunar- og gagnagreindarteymi Advania.

Advania er búið að vera í fararbroddi í skýjavæðingu viðskiptakerfa á Íslandi með yfir 300 viðskiptavini í Business Central SaaS. Við erum með háleit markmið fyrir hönd okkar viðskiptavina, ekki bara að bjóða frábærar viðbætur við Business Central heldur einnig að nýta sér alla kosti þess umhverfis, Power Platformsins og gagnagreindar.

Við leitum að leiðtoga með okkur í að taka næstu skref í þessari vegferð, leiða þróun, fylgja nýjustu stefnum og straumum, framþróun í gagnagreind og búa til framúrskarandi vörur og þjónustu.

Starfssvið

Hlutverk deildarstjóra er að leiða hóp sérfræðinga við þróun Business Central lausna og gagnagreindar þjónustu, ráðgjöf um hvernig nýta megi vöruhús gagna og skýrslugerð til að gefa sem besta sýn á gögn fyrirtækja. Deildarstjóri ber einnig ábyrgð á þróun viðskiptasambanda og almennum rekstri deildarinnar.

Advania leitar að drífandi og framsæknum leiðtoga með brennandi áhuga fyrir því að sjá fólk vaxa og að skapa öflug teymi sem stuðla að framúrskarandi upplifun fyrir viðskiptavini viðskiptalausna.

Hæfnikröfur

  • Háskólamenntun sem nýtist í starfi, t.d. tölvunar- eða hugbúnaðarverkfræði
  • Þekking og reynsla af Business Central/NAV
  • Reynsla af hugbúnaðargerð
  • Þekking á vöruhúsum gagna, skýrslugerð og Power Platformsins
  • Yfirburða tækniþekking
  • Áhugi á að takast á við nýjar áskoranir
  • Metnaður og áhugi á að gera vel
  • Þekking á AppSource og SaaS er kostur
  • Þekking á Business Central og NAV gagnaflutningum og gagnauppfærslum er kostur
  • Frumkvæði, nákvæmni, metnaður og sjálfstæði í vinnubrögðum
  • Góð enskukunnátta
  • Reynsla af stjórnun

Vinnustaðurinn Advania

Vinnustaðurinn er fjölskylduvænn, lifandi og skemmtilegur. Áherslan á að vera einn besti vinnustaður landsins kemur best fram í vinnustaðagreiningum sem hafa sýnt mikla ánægju starfsfólks um árabil. Advania hefur markað sér fjarvinnustefnu og stendur starfsfólki til boða að vinna að hluta til í fjarvinnu. Í höfuðstöðvum okkar í Guðrúnartúni er svo boðið upp á mat í glæsilegu mötuneyti, góða líkamsræktaraðstöðu og leikherbergi – bæði fyrir starfsfólk og stuttfætta gesti.

Advania hefur markað sér bæði jafnréttisstefnu og sjálfbærnistefnu. Við leggjum mikla áherslu á fjölbreytileika og jafnrétti og hlaut Advania jafnlaunavottun árið 2018 fyrst íslenskra upplýsingatæknifyrirtækja. Einnig fylgjumst við grannt með okkar kolefnisspori, aðfangakeðju og áhrifum okkar á samfélagið og setjum okkur háleit markmið um úrbætur.

Ef þú leitar að spennandi verkefnum, góðu vinnuumhverfi og hressu samstarfsfólki, þá finnurðu það hjá okkur. Gildi Advania eru snerpa, ástríða og hæfni.

Ferli ráðninga

  1. Tekið á móti umsóknum til 19. júní 2023.
  2. Yfirferð umsókna
  3. Boðað í fyrstu viðtöl
  4. Boðað í seinni viðtöl
  5. Verkefni eða próf lögð fyrir ef við á
  6. Öflun umsagna / meðmæla
  7. Ákvörðun um ráðningu
  8. Öllum umsóknum svarað

Starfsfólk mannauðssviðs ásamt deildarstjóra, forstöðumanni og framkvæmdastjóra þess sviðs sem starfið tilheyrir hafa aðgang að þeim umsóknum sem berast. Farið er með allar umsóknir sem trúnaðarmál.

Nánari upplýsingar

Nánari upplýsingar veitir Hugi Freyr Einarsson, forstöðumaður Business Central þróun og SaaS, hugi.freyr.einarsson@advania.is / 440 9000


Sækja um starf
Upplýsingar fyrir umsækjendur

.