DBA – Database Administrator

Wise 2. Sep 2022 Fullt starf

Wise leitar að úrræðagóðum og metnaðarfullum einstaklingi með þekkingu og reynslu úr upplýsingatæknigeiranum til að vinna krefjandi verkefni.

Helstu verkefni:

 • Rekstur og bestun gagnagrunna Wise og viðskiptavina Wise.
 • Automation og Cloud væðing Wise.
 • Aðkoma að uppbyggingu á rekstrarþjónustu Wise til viðskiptavina m.t.t. gagnagrunna, sjálfvirknivæðingu, afritunar- og endurheimtunarþjónustu.
 • Aðkoma að PowerShell scriptum Wise ásamt því að aðstoða og kenna starfsmönnum Wise að nota PS.
 • Rekstur á innri og ytri upplýsingakerfum Wise.
 • Aðstoða viðskiptavini Wise við þeirra upplýsingakerfi.
 • Önnur tilfallandi UT verkefni.

Hæfniskröfur:​​​​​

 • Menntun á sviði upplýsingatækni, svo sem kerfisfræði eða kerfisstjórnun og/eða mikil reynsla af sambærilegu starfi við rekstur tölvukerfa.
 • Reynsla af SQL admin.
 • Skipulagshæfni og sjálfstæð öguð vinnubrögð.
 • Lausnamiðuð hugsun og góð þjónustulund.
 • Metnaður til að ná árangri og hæfni til að tileinka sér nýjungar.
 • Góð færni í töluðu og rituðu máli á íslensku og ensku.

_Hjá Wise starfa um 100 manns í Reykjavík og á Akureyri með áratuga reynslu og þekkingu á sviði viðskiptalausna. Wise er einn öflugasti söluaðili Microsoft Dynamics 365 Business Central á Íslandi og hefur sérhæft sig í lausnum á sviði fjármála, verslunar, sérfræðiþjónustu, sveitarfélaga, sjávarútvegs og flutninga. Wise leggur áherslu á að bjóða upp á alhliða viðskiptalausnir, er ört vaxandi og leggur sig fram um að vera tryggur samstarfsaðili í þeirri stafrænu vegferð sem fyrirtæki horfa til í dag.

Vinnustaður okkar er fjölskylduvænn, lifandi og skemmtilegur og er leitast við að jafna hlutfall kynja í ráðningum. Við leggjum mikla áherslu á að starfsfólki líði vel í vinnunni og umhverfið okkar og starfsandi sé eins og best verður á kosið._


Sækja um starf
Upplýsingar fyrir umsækjendur

Sótt er um starfið á www.vinnvinn.is.

Umsókn skal fylgja ferilskrá og ítarlegt kynningarbréf þar sem gerð er grein fyrir ástæðu umsóknar ásamt rökstuðningi um færni viðkomandi til að gegna starfinu.

Umsjón með starfinu hafa Hildur J. Ragnarsdóttir (hildur@vinnvinn.is) og Garðar Ó. Ágústsson (gardar@vinnvinn.is) hjá Vinnvinn.