C# Forritari

Wise 20. May 2022 Fullt starf

Við erum að leita að metnaðarfullum aðila með mikinn áhuga á C# forritun og hefur gaman af því að leysa tæknileg vandamál. Meginstarf forritara er forritun í C# í vörum Wise í samstarfi við viðskiptavini og aðra starfsmenn fyrirtækisins.

Helstu verkefni forritarans eru full stack forritun í .net stakknum með Agile aðferðafræði. Verkefnin eru fjölbreytt og því er þetta starf fyrir einhvern sem þrífst á því að leysa tæknileg verkefni í teymi og vill stöðugt læra meira á tæknilega sviðinu.

Hæfnisviðmið eru:

  • Menntun á sviði tölvunarfræði eða hugbúnaðarverkfræði er kostur.
  • Nokkurra ára reynslu af C# forritun
  • Þekking á Devops og Docker er kostur.
  • Þekking á SQL er kostur
  • Sjálfstæð og öguð vinnubrögð, góð samskiptahæfni og færni í teymisvinnu

Sækja um starf
Upplýsingar fyrir umsækjendur

Við leitum að C# forritara