BI Forritari
Við erum að leita að metnaðarfullu fólki með ástríðu fyrir PowerBI og gott auga fyrir notendaviðmóti. Meginstarf forritara er þróun á BI og öðrum gagnagreinandi vörum Wise í samstarfi við viðskiptavini og aðra starfsmenn fyrirtækisins. Viðkomandi mun vinna að því að þróun BI skýrslum og mælaborð fyrir fjölbreyttan hóp viðskiptavina Wise.
- Verkefni BI forritara eru fjölbreytt og fela meðal annars í sér:
- Ábyrgð á greiningu, hönnun, þróun, prófunum og skjölun á BI skýrslum, mælaborðum og lykiltöluvísum.
- Gagnahönnun, greiningar og gerð mælaborða.
- Þróun gagnaleitar, gagnahreinsun og yfirfærslur.
- Þróun skýrslna og mælaborða í PowerBI.
- Ábyrgð á framgangi og verkstjórn verkefna sem honum er úthlutuð. Þar með talið er að koma öðrum sem vinna að verkefnum sem starfsmaður leiðir inn í verkefnin og styðja við.
- Þátttaka í ráðgjöf við greiningu og útfærslu ferla hjá viðskiptavinum félagsins. Ráðgjafavinna felst meðal annars í greiningu, uppsetningu, innleiðingu og þjónustu á hugbúnaðarkerfum félagsins fyrir viðskiptavini þess.
Hæfnisviðmið eru:
- Menntun á sviði tölvunarfræði, verkfræði, stærðfræði eða viðskiptafræði er kostur.
- Nokkurra ára reynslu af gagnagreiningum, hönnun, þróun, prófunum og/eða skjölun á BI vörum.
- Þekking á PowerBI, PowerQuery og DAX.
- Þekking á SQL, Python, M og R er kostur
- Sjálfstæð og öguð vinnubrögð, góð samskiptahæfni og færni í teymisvinnu
Sækja um starf
Upplýsingar fyrir umsækjendur
Við leitum að BI forritara