Bakendaforritari með stóru Béi

PLAIO auglýsir…
Vilt þú taka þátt í að þróa hugbúnað sem dregur úr sóun í lyfjageiranum?
Við í PLAIO leitum að jákvæðum hugbúnaðarsérfræðingi með mikla reynslu og framúrskarandi hæfni í bakendaforritun. Manneskju sem gæti hugsað sér að vinna á vinnustað sem hefur metnað, einfaldleika, vöxt og samvinnu að leiðarljósi. Við trúum því að með því að halda hlutunum einföldum þá verði lífið betra. Við trúum því að metnaðarfull markmið og metnaður í vinnu skili árangri. Við viljum vaxa með verkefnunum okkar og skapa vöxt fyrir viðskiptavini okkar. Við trúum því að saman getum við allt!
Komdu og vertu með!
Helstu verkefni og ábyrgð:
- Bakendaforritun
- Þróun og rekstur á PLAIO kerfinu
- DevOps ferlar og innleiðing skýjalausna
- Fylgjast með tækniframförum og innleiða tækninýjungar
Menntunar- og hæfniskröfur:
- Háskólamenntun eða 5+ ára reynslu sem nýtist í starfi
- Þekking á hugbúnaðarkerfum og þróun
- Þekking á Microsoft Azure, SQL Server og Azure DataFactory er kostur
- Þekking á Python er kostur
- Góðir samskiptahæfileikar
- Skipulags- og aðlögunarhæfni
Tæknistakkur:
Python / FastAPI / Ruby on Rails / MS SQL server / Docker / Angular / Azure
Hvers vegna er gott að vinna hjá PLAIO:
- Gott teymi, með góðan starfsanda
- Sveigjanlegt, fjölskylduvænt og líflegt starfsumhverfi
- Öflug skemmtinefnd
- Góð og vel staðsett starfsaðstaða
- Líkamsræktarstyrkur
- Niðurgreiddur hádegismatur
- Samgöngustyrkur fyrir vistvænar samgöngur
- Tenging við háskólasamfélagið
- Síma- og nettenging borguð
- Kaupréttur samkvæmt kaupréttasamningi félagsins
- Stórskemmtilegt nýtt ævintýri
Um PLAIO:
PLAIO hefur þróað skýjalausn sem er sérsniðin að þörfum samheitalyfjaframleiðenda og gerir þeim kleift að skipuleggja framleiðslu og hráefnisinnkaup á skilvirkan hátt með myndrænni framsetningu. Kerfið leggur grunn að sjálfvirknivæðingu framleiðsluskipulagningar á grunni bestunaraðferða og gervigreindar.
Viðskiptavinir félagsins hafa náð fram umtalsverðu rekstrarhagræði með notkun lausnarinnar sem gefur aukna yfirsýn, bætir ákvarðanatöku og dregur úr sóun.
Á síðasta ári tryggði fyrirtækið sér 400 milljón króna fjármögnun til markaðssóknar á alþjóðlegum markaði ásamt áframhaldandi þróun á PLAIO.
Sækja um starf
Sótt er um á vef Alfreðs. Frekari upplýsingar má fá hjá Manuelu Magnúsdóttur, framkvæmdastjóra þróunar, með því að senda tölvupóst á manuela@plaio.com.