Bakendaforritari í skólalausnum

Advania 8. Mar 2023 Fullt starf

Advania leitar að metnaðarfullri og öflugri manneskju í starf bakendaforritara í teymi rafrænna viðskipta og skólalausna. Markmið teymisins er að vera leiðandi í þróun á nútímalegum hugbúnaðarlausnum.

Skólalausnir tilheyra sviði sérlausna Advania, þar sem lögð er áhersla á nýsköpun og sérsmíði hugbúnaðar eftir þörfum viðskiptavina. Hjá skólalausnum starfar metnaðarfullur hópur fólks sem leggur áherslu á að þróa framúrskarandi lausnir fyrir nemendur og starfsfólk, allt frá leikskóla og yfir í framhaldsskóla. Meðal lausna sem skólalausnir bjóða upp á eru INNA og VALA. Tugþúsundir notenda nýta sér skólalausnir frá Advania á hverjum degi. Við nýtum okkur snjalla tækni og vinnum þétt með okkar viðskiptavinum svo skólastarfið verði leikur einn!

Starfssvið

Sem bakendaforritari Skólalausna munt þú leiða þróun á lausnum fyrir skóla og leikskóla, sem einfalda leik og störf þúsundir nemenda og starfsfólks í skólum landsins á hverjum degi. Það hafa miklar breytingar orðið á þörfum menntastofnana á undanförnum misserum og vægi rafrænna lausna er mikilvægari sem aldrei fyrr.

Unnið er samkvæmt hugmyndafræði Scrum og mun viðkomandi vera hlut af þróunarteymum ásamt því að vinna með öðrum teymum innan sérlausnasviðs Advania. Við leitum að einstaklingi með brennandi áhuga á hönnun og þróun, sem finnst gaman að vinna með öðrum að því að leysa vandamál og þróa nýjar lausnir.

Menntunar- og hæfniskröfur:

 • Menntun og reynsla sem nýtist í starfi
 • Reynsla af Oracle og PL/SQL er æskileg
 • Reynsla af vinnu í AngularJS, VueJS og React er kostur

Annað sem við teljum mikils virði:

 • Góð samskiptahæfni, frumkvæði, drifkraftur og jákvætt viðmót
 • Skipulögð vinnubrögð og hæfni í teymisvinnu
 • Brennandi áhugi á hönnun og þróun

Ef þú hefur áhuga á starfinu en uppfyllir ekki allar kröfur þá hvetjum við þig samt sem áður til þess að sækja um, þú gætir einmitt verið einstaklingurinn sem við leitum að í þetta eða annað starf.

Vinnustaðurinn Advania

Advania er nútímalegur og skemmtilegur vinnustaður sem býður upp á sveigjanleika í starfi, möguleika á fjarvinnu og fyrirmyndar vinnuumhverfi. 

Áhersla er lögð á skemmtileg og krefjandi verkefni og sjálfræði til að nálgast verkefnin á ólíkan máta. Í Advania er frábært mötuneyti, líkamsrækt og innan félagsins er fjölbreytt og virkt klúbbastarf.

Kynntu þér vinnustaðinn betur hér: www.advania.is/vinnustadurinn

Ferli ráðninga

 1. Tekið á móti umsóknum til 21. mars 2023
 2. Yfirferð umsókna
 3. Boðað í fyrstu viðtöl
 4. Boðað í seinni viðtöl
 5. Verkefni eða próf lögð fyrir ef við á
 6. Öflun umsagna / meðmæla
 7. Ákvörðun um ráðningu
 8. Öllum umsóknum svarað

Starfsfólk mannauðssviðs, ásamt deildarstjóra, forstöðumanni og framkvæmdastjóra þess sviðs sem starfið tilheyrir, hefur aðgang að þeim umsóknum sem berast. Farið er með allar umsóknir sem trúnaðarmál.

Nánari upplýsingar

Nánari upplýsingar veitir Sverrir Scheving Thorsteinsson, deildarstjóri þróunar, sverrir.scheving.thorsteinsson@advania.is / 440 9000


Sækja um starf
Upplýsingar fyrir umsækjendur

.