Bakendaforritari

Two Birds/Aurbjörg 13. May 2024 Fullt starf

Aurbjörg leitar að bakendaforritara sem hefur brennandi áhuga á nýjustu tækni og hugmyndafræði til að hanna og smíða hugbúnað fyrir lausn félagsins (http://www.aurbjorg.is).

Við leitum að bakendaforritara sem er:
– sérlega lausnamiðaður
– hefur metnað til að taka þátt í og drífa áfram vöruþróun og verkefni
– hefur áhuga á að umbreyta fjárhagi einstaklinga og heimila til hins betra og hafa jákvæð áhrif á samfélagið.

Bakendinn er byggður upp af þjónustum sem hýstar eru í Kubernetes klasa og þjónar ýmiskonar tilgangi, t.d. framendaþjónustum, samþættingarþjónustum eða innri virkni kerfisins. Hönnunin á bakvið umhverfið tekur mið af því að hægt verði að gera breytingar á virkni og bæta við nýju viðmóti/þjónustum með lítilli fyrirhöfn.

Þú munt starfa í teymi sem stýrt er af framkvæmdarstjóra og samanstendur af framendaforriturum, bakendaforriturum, hönnuði, vörustjóra og viðskiptaþróunarstjóra.

Tæknistakkur:

  • Kubernetes
  • Docker
  • Flux CD (GitOps/DevOps)
  • dapr
  • .NET 8
  • C#
  • Microsoft Azure
  • AWS,

Helstu verkefni og ábyrgð:
– Mótun og þróun núverandi og nýrra lausna Aurbjargar
– Þátttaka í þróunarteymi
– Forritun, prófun og skjölun
– Tæknihögun, þ.a.m. gagnahögun

Menntunar- og hæfniskröfur:
– B.Sc. í Tölvunarfræði, Hugbúnaðarverkfræði eða sambærilegri menntun eða reynslu
– 3+ ára starfsreynsla
– Þekking á sviðum tæknistakksins
– Reynsla af hönnun og framkvæmd í bakendaforritun
– Reynsla af prófanamiðaðri hönnun er kostur
– Þekking á hönnunarmynstrum bakendahugbúnaðar
– Áhugi á að hanna og smíða skýjalausnir (microservices)
– Frumkvæði, áreiðanleiki og drifkraftur
– Geta til að vinna í teymi og jákvætt og lausnamiðað viðhorf

Aurbjörg einfaldar fjármál einstaklinga og heimila og hugar að fjárhagslegri heilsu; veitir heildarsýn yfir fjármálin og fjárhagstengdar upplýsingar, vaktar fjármálin og ber saman við kjör á markaði og annarra notenda lausnarinnar, aðstoðar við fjárhagslega ákvarðanatöku og gerir einstaklingum kleift að skipta um eða hefja viðskipti við nýja þjónustuveitendur. Aurbjörg sinnir því hlutverki fjármálastjóra einstaklinga og heimila og sýnir á sama tíma samfélagslega ábyrgð með því að ýta undir og efla fjármálalæsi í landinu.

Aurbjörg er í miklum vexti og er þetta því kjörið tækifæri fyrir einstakling sem vill taka þátt í vaxtarvegferð hugbúnaðarlausnar sem kann að hafa mikil áhrif hér á landi og á erlendum mörkuðum.

Við bjóðum vinnu í skemmtilegu starfsumhverfi með metnaðarfullu og faglega sterku samstarfsfólki.

Starfið heyrir undir framkvæmdastjóra og er starfsstöðin í Lágmúla 9, 108 Reykjavík.

Æskilegt að viðkomandi geti hafið störf sem fyrst.


Sækja um starf
Upplýsingar fyrir umsækjendur

Fyrirspurnir um starfið skal senda á storf@aurbjorg.is. Allar umsóknir eru meðhöndlaðar sem trúnaðarmál og við hvetjum öll kyn til að sækja um.