Bakendaforritari

Kosmos & Kaos 11. May 2021 Fullt starf

Kæri bakendaforritari, við hjá Kosmos & Kaos erum að leita að reyndu fólki í mörg af mest spennandi og krefjandi verkefni á Íslenskum markaði í dag. Verkefni sem auðga samfélagið, við ætlum að breyta heiminum í gegnum hönnun og tækni. Búmm! 🥰

Tæknistakkur:

Bakendi: Typescript, Node.js (Express, NestJS), Docker, GraphQL, CI/CD build ferlar, Elasticsearch o.s.frv.

Prófanir: Jest, Cypress

Kosmos & Kaos

Kosmos & Kaos er leiðandi í stafrænni þróun, starfar fyrir mörg af stærstu fyrirtækjum landsins og býður upp á afar fjölskylduvænt starfsumhverfi þar sem við nýtum nýjustu tækni og tól til að sigrast á öllum (eða flestum) heimsins vandamálum.

Fríðindi & næs

 1. Skemmtilegt samstarfsfólk (þó við segjum sjálf frá) og frábær léttur en metnaðarfullur kúltúr 🙌🏼
 2. Skemmtileg og krefjandi verkefni eins og öpp, vefir, hönnunarkerfi, sjálfsafgreiðslulausnir og kerfi til að stýra fyrirtækjum 🧚🏼‍♀️
 3. Færð ábyrgð og sjálfstæði, munt læra mikið 🎅🏻
 4. Fallegt, kósí vinnuumhverfi 🎮
 5. Matur á kontor 3x í viku. Einu sinni út að borða í mánuði, öll saman á einhverjum næs stað 🍇
 6. Jakkafatajóga 🧘🏻‍♀️
 7. Góð vinnutæki, macbook pro, noise canceling headphones, þráðlaus mús! 🕹
 8. Samgöngustyrkir 🚌
 9. Símastyrkur ☎️
 10. Íþróttastyrkur 🏄🏾‍♀️
 11. Síma- og internetáskrift 🎛
 12. Fjölskylduvænn vinnustaður 🌸
 13. Ekkert mál að vinna heima, mikill sveigjanleiki 🧘🏽
 14. 7 vinnustundir á dag 🕰
 15. Samkeppnishæf laun 💰
 16. Og fleira…

Sækja um starf
Upplýsingar fyrir umsækjendur

Áhugasamir sendi CV og/eða GitHub prófíl og fleira um reynslu og áhugasvið á job@kosmosogkaos.is

Farið verður með allar umsóknir og fyrirspurnir sem trúnaðarmál.

Með kveðju frá öllum hjá Kosmos & Kaos. ❤️