AWS Cloud Architect & DevOps Engineers

Andes 12. Sep 2023 Fullt starf

Andes leitar að DevOps sérfræðingum með áhuga á AWS skýjatækni, DevOps og innviðaþróun.

Hjá Andes gengur þú í lið með öflugustu AWS sérfræðingum landsins sem hafa það að markmiði að veita hágæða tækniráðgjöf í nútíma skýjaumhverfi.

Starfið er fyrir fólk sem vill sérhæfa sig í AWS, DevOps og kerfisþróun. AWS vottun kostur en ekki skilyrði. Andes mun styðja starfsmenn í að sækja sér vottun á borð við AWS Solutions Architect.

Helstu verkefni og ábyrgð

  • Hönnun og forritun innviða í AWS með áherslu á öryggi, áreiðanleika, skölun, sveigjanleika og kostnað.
  • Ráðgjöf fyrir þróunarteymi um skýja-arkitektúr, skölun og öryggi.
  • Þáttaka í yfirfærsluverkefnum (migration) og nútímavæðingu upplýsingatækniinnviða í AWS.
  • Hönnun, ráðgjöf og innleiðing DevOps og CI/CD umhverfis.

Reynsla/hæfni sem við leitum eftir

  • Góð þekking á AWS og hönnun innviða
  • Sterk tæknileg geta og þekking á öryggi, skölun og áreiðanleika tölvukerfa
  • Þekking á “Infrastructure as Code”, t.d. Terraform eða CloudFormation
  • Reynsla í DevOps og hönnun CI/CD ferla
  • Og umfram allt áhugi og geta til að læra nýja hluti

Andes er fyrsta íslenska fyrirtækið sem hlýtur AWS Advanced Partner vottun Amazon og vinnur náið með sérfræðingum AWS um heim allan.


Sækja um starf
Upplýsingar fyrir umsækjendur

Áhugasamir vinsamlegast sendið umsókn eða fyrirspurnir á jobs@andes.is