Atlassian þróunaraðili

Arion banki 23. Apr 2024 Fullt starf

Við leitum að aðila í starf Atlassian þróunaraðili á Upplýsingatæknisviði. Viðkomandi mun tilheyra þverfaglegu teymi sem hefur yfirumsjón með samvinnu- og samskiptalausnum innan fyrirtækisins og er ætlað að leiða uppbyggingu ferla og lausna.

Helstu verkefni:

 • Hönnun og þróun lausna byggðum á Atlassian vörum, t.a.m. Jira Software, Jira Service Mgmt, Assets og Confluence
 • Samstarf við tæknilega vörustjóra um rekstur og þjónustu lausna
 • Gerð tæknilýsinga, rekstrarhandbóka og notendaleiðbeininga
 • Þjálfun og fræðslu til starfsfólks eftir þörfum
 • Samskipti við birgja

Hæfnikröfur:

 • Góð samskiptafærni
 • Þekking á Atlassian vörum (Jira Software, Jira Service Mgmt., Assets, Confluence, Opsgenie, Statuspage o.s.frv.)
 • Innsýn í grunnhugtök Jira eins og Issues, Project, Workflow og Schemes.
 • Reynsla hönnun og uppbyggingu á beiðnakerfum
 • Haldgóð reynsla af hugbúnaðargerð í teymisvinnu er kostur
 • Frumkvæði, lausnamiðuð hugsun, sjálfstæði, drifkraftur og skipulagshæfni
 • Gott vald á íslensku og ensku í rituðu máli
 • Þekking á Agile og Scrum er kostur
 • Háskólapróf sem nýtist í starfi, t.d. í tölvunar-, verkfræði eða sambærilegt er æskileg.

Nánari upplýsingar um starfið veita Kristinn Stefánsson, tæknilegur leiðtogi bakendaþróunar og Birna Dís Birgisdóttir, mannauðsráðgjafi, birna.birgisdottir@arionbanki.is.

Umsóknarfrestur er til og með 7.maí 2024.

Fullum trúnaði er heitið og öllum umsóknum verður svarað þegar ákvörðun um ráðningu hefur verið tekin.

Ráðningarferli geta tekið misjafnlega langan tíma. Við leggjum okkur fram um að svara öllum umsóknum um leið og ákvörðun um ráðningu hefur verið tekin. Farið er með allar umsóknir sem trúnaðarmál.

Hlutverk Arion banka er að vinna að markmiðum viðskiptavina, eigenda, starfsfólks og samfélagsins alls. Við bjóðum snjallar og traustar fjármálalausnir sem skapa viðskiptavinum, hluthöfum og samfélaginu öllu verðmæti til framtíðar. Starfsfólk bankans er fjölbreyttur hópur fólks sem á það sameiginlegt að hafa metnað fyrir störfum sínum. Við leggjum okkur fram við að byggja upp vinnustað þar sem kunnátta, þekking og færni fær að njóta sín. Við virðum mannréttindi og jafnrétti í allri okkar starfsemi og leggjum kapp á að starfa í sátt við samfélagið og umhverfið. Þinn árangur er það sem við stefnum að.


Sækja um starf
Upplýsingar fyrir umsækjendur

Sótt er um starfið hér: https://www.arionbanki.is/bankinn/vinnustadurinn/saekja-um-starf/#ad-9