Apótek framtíðarinnar- stafræn þróun

Lyfja 6. May 2019 Fullt starf

Lyfja leitar að öflugum liðsfélaga til þess að taka þátt í nýsköpun við að þróa apótek framtíðarinnar. Um er að ræða nýtt starf sem gengur út á að þróa og innleiða stafrænar lausnir sem auka skilvirkni og bæta upplifun viðskiptavina.

Frábært tækifæri fyrir þá sem hafa áhuga á stafrænni umbreytingu á rótgrónu fyrirtæki.

Hæfniskröfur:

Við leitum að forvitnum og skapandi einstaklingi sem á auðvelt með að setja sig inn í verkefnin út frá þörfum viðskiptavina. Viðkomandi þarf að hafa gott auga fyrir hönnun og brennandi áhuga á notendaupplifun. Einnig þarf hann að geta samið við þróunaraðila, gert áætlanir og stýrt kostnaði. Í raun má segja að viðkomandi þurfi að geta fylgt verkefnum eftir frá hugmynd að veruleika.

Fleiri kröfur eru: • Háskólamenntun í tölvunarfræði, hugbúnaðarverkfræði eða öðru sambærilegu • Lágmark 2 ára reynsla af verkefnastjórnun í tengslum við þróun, innleiðingu og prófanir á stafrænum lausnum • Sjálfstæð vinnubrögð • Góð samskiptahæfni og geta til að vinna í hóp • Þarf að geta stýrt þverfaglegum vinnustofum

Þekking og reynsla af vefverslunarkerfum og vefumsjónarkerfum er kostur

Skrifstofur Lyfju eru staðsettar í Smáralind og því stutt í alla þjónustu s.s.matvörubúð, matsölustaði, líkamsræktarstöð ofl.

Nánari upplýsingar veitir Karen Rúnarsdóttir, sviðsstjóri stafrænna lausna og markaðssetningar. Netfang: karenrunars@lyfja.is


Sækja um starf
Upplýsingar fyrir umsækjendur

Sótt er um á heimasíðu Lyfju fyrir 20.maí n.k.