Viðskiptastjóri

Skapalón – vefstofa 28. Dec 2016 Fullt starf

Við leitum að aðila með áhuga og ástríðu fyrir framþróun viðskiptavina Skapalón á vefnum.

Sem viðskiptasjóri er markmið þitt að byggja upp skemmtilegt, jákvætt, árungursríkt viðskiptasamband og hafa metnað til þess að skara fram úr. Það er æskilegt að vera vel með á nótunum, vandvirk/ur og metnaðarfull/ur ásamt því að vera virkur þátttakandi í framþróun félagsins.

Ábyrgðarsvið:

  • Umsjón og skipulagning verkefna fyrir viðskiptavini
  • Náið samstarf við forritara, hönnuði og aðra sem að verkefnum koma innan fyrirtækisins
  • Bera ábyrgð á þróun viðskiptasambanda og öflun nýrra verkefna
  • Sýna frumkvæði í samstarfi við viðskiptavini og vera stöðugt að leita nýrra tækifæra til að efla viðskiptasambönd
  • Uppgjör verkefna til bókhalds

Hæfniskröfur:

  • Framúrskarandi hæfileiki í samskiptum og geta leitt teymisvinnu
  • Vera hugmyndagóður, skapandi og skemmtilegur
  • Góð skipulagshæfni sem nýtist í verkefnastýringu
  • Gott tengslanet sem nýtist í starfi
  • Reynsla af samstarfi við hugbúnaðarfólk er æskileg
  • Góð enskukunnátta

Við bjóðum:

  • Gott starfsumhverfi með hæfileikaríku starfsfólki
  • Gott og skýrt verklag
  • Fjölbreytt og krefjandi verkefni með mörgum af fremstu fyrirtækjum landsins
  • Tækifæri til að skara fram úr
  • Góð kjör
  • Óþvingað, óformlegt, en faglegt vinnuumhverfi
  • Starfsmannaferðir sem eiga engar sínar líkar (væri gaman að fá þig með í sólina í mars)

Sækja um starf
Upplýsingar fyrir umsækjendur

Til að sækja um eða fá frekari upplýsingar sendu þá póst á Sævar framkvæmdastjóra með “Subject” “Viðskiptastjóri” á sos@skapalon.is.

Farið verður með allar umsóknir sem trúnaðarmál og öllum verður svarað. Umsóknarfrestur er til 7. Janúar 2017. Við mælum þó með að þú sendir umsókn þína eða spurningar sem fyrst þar sem gengið verður frá ráðningu fljótlega. Gleðilega hátið!

Takk takk

SOS