Verkefnastjóri á upplýsingatæknisviði

logo__wuxi-nextcode.png
WuxiNextCODE Genomics á Íslandi 27. Júní 2017 Fullt starf

WuXi NextCODE Genomics er alþjóðlegt fyrirtæki með aðsetur í Reykjavík, Cambridge Massachusetts og Shanghai. Fyrirtækið sérhæfir sig í þróun og uppsetningu hugbúnaðar til noktunar við greiningu á erfðaupplýsingum fyrir spítala og rannsóknarstofur. Fyrirtækið er leiðandi á heimsvísu í þróun hugbúnaðarkerfa á því sviði og vegna aukinna verkefna og nýrra tækifæra leitum við að starfsmönnum í eftirfarandi störf:

WuXi NextCODE Genomics á Íslandi óskar eftir að ráða verkefnisstjóra á upplýsingatæknisviði fyrirtækisins.

Hlutverk verkefnisstjóra á upplýsingatæknisviði er umsjón með tæknilegum verkefnum; annars vegar við innleiðingu og uppsetningu hugbúnaðar hjá viðskiptavinum, og hinsvegar í í tengslum við hugbúnaðarþróun innan fyrirtækisins. Innleiðingarverkefni eru flest í tengslum við uppsetningar í AWS og öðrum stórum skýjalausnum, og krefjast mikilla samskipta við erlenda viðskiptavini og starfsmenn fyrirtækisins í Bandaríkjunum.

Helstu verkefni:

 • Greining tækinlega þarfa og krafna tengdum innleiðingu
 • Skipulagning verkefna með tilliti til tíma og aðfanga
 • Eftirlit með framgangi verkefna og upplýsingagjöf til stjórnenda
 • Skiplag og stjórnun funda
 • Skjölun verkefna í samræmi við verkferla fyrirtækisins
 • Þátttaka í mótun verkferla

Hæfniskröfur Viðkomandi þarf að:

 • Hafa lokið BSc. eða MSc. menntun á svið upplýsingatækni eða sambærilegra greina
 • Hafa a.m.k 3 ára reynslu af verkefnastjórnun í tækniumhverfi
 • Hafa gott vald á ensku, bæði tal-og ritmáli
 • Vera mjög góður í mannlegum samskiptum
 • Vera skipulagður og nákvæmur í vinnubrögðum
 • Hafa frumkvæði og geta unnið sjálfstætt

Það væri kostur ef umsækjandi hefði:

 • Bakgrunn eða reynslu í störfum tengdum lífvísindum
 • Þekkingu á ferlum í hugbúnaðarframleiðslu (Agile, Scrum o.fl.)

Sækja um starf
Upplýsingar fyrir umsækjendur

Umsóknum skal skilað með tölvupósti á netfangið hr-iceland@wuxinextcode.com Stefnt er að ráðningu í starfið/störfin fyrir lok júlí.