Verk- eða tæknifræðingur

Neyðarlínan---alfreð-500x365.png
Neyðarlínan 26. Okt. 2017 Fullt starf

Neyðarlínan leitar að öflugum verk- eða tæknifræðingi til framtíðarstarfa við fjarskipta- og upplýsingatækni.

Neyðarlínan rekur fjarskiptabúnað á um 200 stöðum um land allt, senda og tilheyrandi búnað og umfangsmikil miðkerfi í Reykjavík.
Starfstaður viðkomandi er að mestu leyti í Reykjavík auk tilfallandi ferða um landið.

Öllum umsóknum verður svarað og umsóknir eru meðhöndlaðar sem trúnaðarmál. Nánari upplýsingar veitir Tómas Gíslason , sími: 570 2000, netfang: tomas@112.is

Helstu verkefni

 • Vinna við miðkerfi og stjórnbúnað 112, tetra og vaktstöðvar siglinga.
 • Uppbygging og rekstur umfangsmikils fjarskipta- og upplýsingatæknibúnaðar.
 • Hönnun og þróun fjarskiptakerfa með áherslu á netkerfi auk stjórn- og eftirlitskerfa.
 • Innleiðing nýjunga og undirbúningur nýrrar þjónustu.

Menntunar og hæfniskröfur

 • Verk- eða tæknifræði af fjarskipta- eða rafeindatæknisviði, eða sambærilegt sem nýtist í starfi.
 • Starfsreynsla sem nýtist í starfi.
 • Þekking og/eða reynsla af fjarskiptaþjónustu og fjarskiptakerfum.
 • Lausnamiðuð hugsun og skipulagshæfileikar.
 • Samviskusemi og ósérhlífni.
 • Sjálfstæði í vinnubrögðum, en einnig hæfni til að vinna í hóp.
 • Geta til að tileinka sér nýjungar hratt.
 • Stundvísi.

Sækja um starf
Upplýsingar fyrir umsækjendur

Umsókn um starf þarf að fylgja ítarleg starfsferlisskrá og kynningarbréf þar sem gerð er grein fyrir ástæðu umsóknar og rökstuðningur fyrir hæfni viðkomandi í starfið. Umsóknarfrestur er til og með 12. nóvember 2017.