Vélahönnuður í söluverkahópi

Marel 11. Sept. 2017 Fullt starf

Marel er alþjóðlegt hátæknifyrirtæki með um 5100 starfsmenn, þar af um 600 á Íslandi. Fyrirtækið er brautryðjandi á heimsvísu í þróun og framleiðslu tækja og hugbúnaðar fyrir matvælaiðnað. Við leggjum ríka áherslu á nýsköpun og framþróun í öllu okkar starfi. Þess vegna viljum við ráða til okkur öflugt fólk, konur og karla, sem hafa áhuga á að mæta nýjum og spennandi áskorunum á hverjum degi. Við bjóðum upp á góða vinnuaðstöðu, skilvirka starfsþjálfun, sveigjanlegan vinnutíma, glæsilegt mötuneyti, framúrskarandi íþróttaaðstöðu og gott félagslíf.

Nú er tækifæri fyrir öflugan einstakling að bætast í söluverkahópinn og takast á við krefjandi og fjölbreytt verkefni. Verkefnin fela m.a. í sér þróun, hönnun og viðhald á vélbúnaði auk uppsetningar og prófanir. Helstu samskipti eru við verkefnastjóra og starfsmenn framleiðslunnar.

Hæfniskröfur:

  • Vélaverkfræði eða sambærilegt.
  • 3-5 ára sambærilega starfsreynsla kostur
  • Þekking á teikniforritum eins og 3D Solid Works er mikill kostur.
  • Mjög góð enskukunnátta.
  • Hæfni í samskiptum og rík þjónustulund

Umsóknarfrestur er til og með 20. september 2017.

Nánari upplýsingar um starfið veitir Gunnar Hjartarson deildarstjóri í síma 563 8000 eða með tölvupósti á gunnar.hjartarson@marel.com.


Sækja um starf
Upplýsingar fyrir umsækjendur

Einungis er tekið við umsóknum á heimasíðu Marel.