Upplýsingatæknideild

Lánasjóður íslenskra námsmanna 9. Sept. 2016 Fullt starf

Lánasjóður íslenskra námsmanna óskar eftir að ráða starfsmann í upplýsingatæknideild. Um er að ræða framtíðarstarf. Verkefnin eru fjölbreytt og getur nýr starfsmaður haft áhrif á þróun starfs síns. Starfshlutfall er 100% eða samkvæmt samkomulagi. Umsækjandi þarf að geta hafið störf sem fyrst.

Starfssvið

 • Úrlausn verkbeiðna hjá upplýsingatæknideild.
 • Úrvinnsla á gögnum.
 • Notendaaðstoð.
 • Þátttaka í rekstri þróunar- og prófunarumhverfis.
 • Prófanir á nýjum lausnum.
 • Þátttaka í gerð rekstrarhandbókar.

Menntunar- og hæfniskröfur

 • Kerfisfræði, tölvunarfræði eða önnur sambærileg menntun sem nýtist í starfi.
 • Þekking og reynsla af SQL fyrirspurnarmáli er skilyrði.
 • Reynsla af verkefnastjórnun er kostur og innleiðingu nýrra upplýsingatæknikerfa er kostur.
 • Reynsla af uppsetningu þjóna og útstöðva er kostur.
 • Reynsla af rekstri kerfa í Windows umhverfi er kostur.
 • Góð íslenskukunnátta er skilyrði.
 • Frumkvæði og sjálfstæði í vinnubrögðum.
 • Góð samskiptafærni, samstarfsvilji og álagsþol.

Lánasjóður íslenskra námsmanna er félagslegur jöfnunarsjóður sem hefur það að markmiði að tryggja námsmönnum í lánshæfu námi jöfn tækifæri til náms án tillits til efnahags. Hjá LÍN starfa um 30 starfsmenn. Gildi þeirra eru fagmennska, samstarf og framsækni.

Umsækjendur eru beðnir að sækja um starfið á heimasíðu Capacent https://capacent.is/s/3678

Umsóknarfrestur er til og með 26. september nk.

Umsóknum þarf að fylgja ítarleg starfsferilskrá og kynningarbréf þar sem gerð er grein fyrir ástæðu umsóknar og rökstuðningur fyrir hæfni viðkomandi í starfi. Nánari upplýsingar veita Jóna Björk Sigurjónsdóttir (jona.sigurjonsdottir@capacent.is) og Þóra Pétursdóttir (thora.petursdottir@capacent.is) hjá Capacent.


Sækja um starf
Upplýsingar fyrir umsækjendur

Umsækjendur eru beðnir að sækja um starfið á heimasíðu Capacent https://capacent.is/s/3678

Umsóknum þarf að fylgja ítarleg starfsferilskrá og kynningarbréf þar sem gerð er grein fyrir ástæðu umsóknar og rökstuðningur fyrir hæfni viðkomandi í starfi. Nánari upplýsingar veita Jóna Björk Sigurjónsdóttir (jona.sigurjonsdottir@capacent.is) og Þóra Pétursdóttir (thora.petursdottir@capacent.is) hjá Capacent.