Upplýsingatækni

1912 16. Nóv. 2016 Fullt starf

1912 óskar eftir öflugum starfsmanni til að sjá um upplýsingatæknimál samstæðunnar.

Helstu verkefni:

 • Daglegt eftirlit og rekstur net- og öryggiskerfa fyrirtækisins
 • Samskipti við sölu- og þjónustuaðila tölvukerfa
 • Almenn þjónusta við notendur
 • Eftirlit með fjarskiptabúnaði
 • Þáttaka í stefnumótun og þróun upplýsingakerfis
 • Önnur verkefni sem tengjast tæknikerfum fyrirtækisins

Hæfniskröfur:

 • Tölvunarfræði/kerfisfræði eða önnur menntun sem nýtist í starfi
 • Reynsla af sambærilegum verkefnum
 • Góð færni í samskiptum
 • Þjónustulund, áreiðanleiki og skipulagni í vinnubrögðum
 • Frumkvæði og drifkraftur

**1912 er traust fyrirtæki í heildverslun með dagvöru. Í gegnum dótturfélög sín, Nathan & Olsen og Ekruna, býr félagið yfir öflugum dreifileiðum til smásöluaðila, stóreldhúsa, iðnaðar og fríverslunar með kost. Starfsfólk samstæðunnar er í kringum 100 talsins. Það býr við glæsilega aðstöðu í höfuðstöðvum fyrirtækisins að Klettagörðum í Reykjavík. Fyrirtækið er einnig með starfsstöð á Akureyri. **


Upplýsingar fyrir umsækjendur

Nánari upplýsingar um starfið veitir Agla Sigr. Björnsdóttir hjá Ráðum ráðningarstofu agla@radum.is

Sótt er um starfið á heimasíðu Ráðum www.radum.is

Umsóknarfrestur er til og með 20. nóvember nk.