Þjónusta og ráðgjöf

Stefna ehf 15. Sep 2016 Fullt starf

Um er að ræða starf á þjónustu og ráðgjafarsviði Stefnu. Leitað er að samviskusömum og metnaðarfullum einstaklingi með mikinn drifkraft og frumkvæði til að veita viðskiptavinum okkar framúrskarandi þjónustu og ráðgjöf í vefmálum. Viðkomandi þarf að sjálfsögðu að hafa frábæra samskiptahæfni. Starfsstöð getur hvort sem er verið á Akureyri eða í Kópavogi.

Starfssvið:

  • Símsvörun og tölvupóstur
  • Úrlausn verkbeiðna
  • Notendaaðstoð
  • Prófanir á nýjum lausnum
  • Sala og ráðgjöf

Menntunar- og hæfniskröfur

  • Menntun sem nýtist í starfi
  • Er lausnamiðuð/aður og sýnir frumkvæði
  • Hefur áhuga á tækninýjungum
  • Vill áskoranir í starfi og starfa með skemmtilegu og öflugu fólki
  • Tilbúin/nn að taka ábyrgð

Stefna hugbúnaðarhús er í fremstu röð í þjónustu og rekstri veflausna á Íslandi. Hátt þekkingarstig og verðmæt viðskiptasambönd spila stórt hlutverk. Mikil áhersla er lögð á velferð starfsmanna, góðan starfsanda og hvetjandi og skemmtilegt starfsumhverfi, m.a. með því að veita starfsmönnum tækifæri til að vaxa með þjálfun og símenntun. Stefna leggur áherslu á vönduð og fagleg vinnubrögð og hefur ávallt þarfir viðskiptavina í fyrirrúmi.


Sækja um starf
Upplýsingar fyrir umsækjendur

Upplýsingar fyrir umsækjendur Nánari upplýsingar um starfið veitir Matthías Rögnvaldsson, matthias@stefna.is. Umsækjendur eru vinsam­legast beðnir að sækja um starfið á heimasíðu www.stefna.is/umsokn

Umsóknarfrestur er til og með 28. september nk.