Sjálfvirkar prófanir – forritun

Libra-Logo.jpg
Libra ehf. 20. Des. 2016 Fullt starf

Libra er leiðandi í smíði hugbúnaðar fyrir íslenskan fjármálamarkað. Okkar helstu vörur, Libra Loan og Libra Securities, eru í notkun hjá flestum fyrirtækjum og stofnunum á íslenskum fjármálamarkaði.

Við hjá Libra erum að leita að öflugum forritara til starfa við sjálfvirkar prófanir á Libra hugbúnaði.

Starfið felst fyrst og fremst í því að vera þátttakandi í mótun umhverfis og verklags fyrir sjálfvirkar prófanir og vinna við útfærslu sjálfvirkra prófana í Libra hugbúnaði.

Starfssvið

 • Þróun á sjálfvirkum prófunum
 • Þróun prófanatilvika
 • Prófanir á Libra hugbúnaði
 • Undirbúningur, framkvæmd og eftirfylgni kerfisprófana
 • Þátttaka í innleiðingu Libra hugbúnaðar hjá viðskiptavinum

Hæfniskröfur

 • Háskólamenntun á sviði tölvunarfræða eða sambærileg menntun
 • Brennandi áhugi á gæðum hugbúnaðar
 • Þekking og reynsla á SQL og .Net æskileg
 • Þekking og/eða reynsla af hugbúnaðargerð fyrir fjármálamarkað er kostur
 • Góð samskiptafærni
 • Frumkvæði og fagmennska í starfi

Sækja um starf
Upplýsingar fyrir umsækjendur

Starfsumsókn og ferilskrá sendist á robert@librasoft.is fyrir 15.1.2017. Nánari upplýsingar eru fúslega veittar í síma 595-8760. VIð bendum einnig á frekari upplýsingar og umsóknarform á vef okkar: www.librasoft.is